A 155 - XIIII [14.] sálm. Dixit insipiens | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 155 - XIIII [14.] sálm. Dixit insipiens

Fyrsta ljóðlína:Óvitra munnur segir svo
bls.Bl. XCVr-XCVIr
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
XIIII [14.] sálm. Dixit insipiensEr lærdómssálmur, talar um syndina af hvörri allt mannligt kyn er fordjarfað og áminnir þá syndugu til iðranar.
[Nótur]

1.
Óvitra munnur segir svo,
sannan Guð játum* vera,
hjartað er fullt af ótrú þó,
öll verk það opinbera.
Engin er þeirra hegðan hrein,
hún er fyrir Guði andstyggð ein,
ei einn kann gott neitt gjöra.
2.
Af himni Drottinn sjálfur sá
sérhvör börn allra manna,
yfirskoðaði alla þá
ef nökkurn mætti finna,
sem rétt alvara á því er
eftir Guðs orði að breyta hér
og vilja hans vildi sinna.
3.
Þar var enginn á réttri braut,
allir afvega fóru,
að sínum vana sérhvör laut,
siðir gagnlausir voru.
Enginn þeirra gott gjörði þó,
grunuðu flestir verkin þau,
þekk Guði sem þeir kjöru.
4.
Hvað lengi vilja vondir menn
villu þyngslum upp hlaða,
eta þar fyrir almúga minn,
ala sig með hans skaða.
Þeir trúa ekki á einn Guð,
ei biðja hann í sinni nauð,
sig vilja sjálfir stoða.
5.
Lund þeirra er því aldrei kyrr,
ætíð skelfur af kvíða,
Guð hjá réttlátra börnum býr
sem boðum hans trúa og hlýða.
Þér óvirðið hins auma ráð,
að öllum hans orðum gjörið háð,
mildi Guðs mun þó bíða.
6.
Hvör mun þeim auma Ísrael
af Síon blessan veita?
Drottinn mun fólk sitt frelsa vel,
fangelsi þeirra brjóta.
Það man hann gjöra fyrir sinn son,
svo gleðjast megi Jakobs kyn
og Ísrael fögnuð hljóta.
7.
Föður, syni og anda sé
æðst dýrð um jörð og himin,
eins sem hann var að upphafi
án enda verði framin.
Kenn oss að halda kristinn sið,
kvittast og skiljast syndir við,
sá það vill syngi amen.

* 1.2 Leiðrétt með hliðsjón af 1619, opna 105.