A 154 - XIII [13.] sálm. Usquequo Domini | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 154 - XIII [13.] sálm. Usquequo Domini

Fyrsta ljóðlína:Hvað lengi, Guð, mér gleymir þú
bls.Bl. XCV
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
XIII [13.] sálm. Usquequo Domini
Er ein bæn í hryggð og langvarandi mótgangi.
Má syngja svo sem: Sæll er sá mann.

1.
Hvað lengi, Guð, mér gleymir þú,
gjörsamliga til enda?
Og hvörsu lengi ætlar þú
ásjónu frá mér venda?
Hvað lengi ráð eg hugsa skal,
í hjarta mínu þunga kvöl,
allan daginn eg kennda?
2.
Hvað lengi skal sá hatar mig
hafinn yfir mig vera?
Sjá þú það brátt, þess bið eg þig,
bænheyr mig, Guð, minn Herra.
Uppljóma þú nú augu mín,
ásjónu lýsi huggun þín,
dauðasvefn þá mun þverra.
3.
Að hælist ei minn heiftarmann,
hærri mér verða næði,
veit honum ekki vilja þann
að vinni mig með bræði,
svo gleðjist ei úr hófi hátt,
hjá honum að eg liggi lágt,
metandi mannlig gæði.
4.
Mín von alleina er þar á,
ást finna þeir þín leita,
mitt hjarta gleðst við huggun þá
hjálpar vilt öngvum neita.
Gjarnan syng eg því Guði dýrð,
gæska sú vítt að verði skýrð,
mér réð hans miskunn veita.
5.
Föður, syni og anda sé
æðst dýrð um jörð og himin,
eins sem hann var að upphafi
án enda verði framinn.
Kenn oss að halda kristinn sið,
kvittast og skiljast syndir við,
sá það vill syngi amen.