A 152 - III [3.] sálm. Domine quid multipli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 152 - III [3.] sálm. Domine quid multipli

Fyrsta ljóðlína:Ó, Guð minn, óvin margur er
bls.Bl..XCIIIv-XCIVr
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
III. sálm. Domine quid multipli
Hann er einn bænar sálmur í móti öllum óvinum, bæði andligum og líkamligum.
Með sama lag (þ e. Sæll er sá mann)

1.
Ó, Guð minn, óvin margur er,
móti mér upphlaup æsa,
önd minni segja þetta þér:
„Þinn Guð vill þig ei leysa.“
Hjálparskjöldur ert, Herra minn,
í heiður sem mig settir inn,
mitt höfuð munt upp reisa.
2.
Hljóð minnar bænar heyrði Guð
af helgu sínu fjalli.
Eg lá og svaf, þó vaknaði við,
varnaði Guð mér falli.
Við þúsund manns ei kvíða kann,
þó kringi um mig einsaman,
með heiftarhuga allir.
3.
Statt upp, hjálp mér, ó, Herra kær,
hvör mig aldrei forlítur.
Óvini mína alla slær,
orku guðlausra brýtur.
Hjá þér einum er hjálpin traust,
Herra, þín blessun efalaust,
þínum lýð aldrei þrýtur.
4.
Föður, syni og anda sé
æðst dýrð um jörð og himin,
eins sem hann var að upphafi
án enda verði framinn.
Kenn oss að halda kristinn sið,
kvittast og skiljast syndir við,
sá það vill syngi amen.