A 150 - Sami sálmur með öðru móti útlagður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 150 - Sami sálmur með öðru móti útlagður

Fyrsta ljóðlína:Sæll er sá maðurinn mæti
bls.Bl. XCIIr-v
Viðm.ártal:≈ 0
Sami sálmur með öðru móti útlagður
Má syngja svo sem: Kóng Davíð sem kenndi.

1.
Sæll er sá maðurinn mæti
meingjörnum sneiðir hjá,
og vandliga víkur fæti
vegum syndugra frá
og stendur þar ekki á,
hatar drepsóttar sæti
en sækir með lítillæti
Guðs orð sem mest hann má.
2.
Líkur þeim viðinum væna
er vex í lækjahlíð
sem gæsku kjarnann græna
gefur á sinni tíð,
ei fölna laufin fríð.
Hvað sem hann helst skal þéna
hamingjan vill það léna,
er farsælt fyrr og síð.
3.
Ómildir ei svo gjörðu,
er svo þeirra blóm,
þeir fjúka sem fis á jörðu,
fiður og hismi tóm,
því ævin var ei fróm.
Ranglátir réttinn herða
en rofin mun samþykkt verða,
þá heilagir halda dóm.
4.
Guð mun víst gjörla kenna
götur og leiðir þær,
sem hinir réttlátu renna,
reynum það allir vær,
að blessar hann börnin kær.
Ómildra brautir brenna,
brátt mun hann hópinn þenna
eyða með öllu nær.
5.
Lof sé þér, faðirinn frómi,
frægur Guð árla og síð,
syni Guðs aukist sómi,
sunginn á hvörri tíð,
svo sem veröld er víð.
Heilögum anda hljómi,
heiður með sætum rómi,
lofuð sé þrenning þýð.
Amen.