A 149 - Fyrsti sálmur. Beatus vir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 149 - Fyrsti sálmur. Beatus vir

Fyrsta ljóðlína:Sæll er sá mann sem hafna kann
bls.Bl. XCIIr-v
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Framan við sálminn stendur: „Sá þriðji partur þessarar sálmabókar hefur að halda útvalda sálma þess kóngliga spámanns Davíðs, útlagða og snúna í andliga söngva og vísur.“ Er þessi sálmur því sá fyrsti í þriðja hluta bókarinnar eins og heiti hans líka vottar.

Fyrsti sálmur. Beatus vir
Er ein áminning til elsku Guðs orðs og kristiligs lifnaðar og framferðis.
[Nótur]

1.
Sæll er sá mann sem hafna kann
hrekkvísra manna ráði
og syndugra vegi aldri ann,
ei sat hjá skemmdar háði,
heldur með vilja, hug og mátt,
hreinferðugliga dag og nátt,
að Guðs lögmáli gáði.
2.
Þeim manni líkust eik sú er
upp vex hjá vatnastraumi,
á sínum tíma aldin ber,
ei fellur lauf né blómi.
Allt hvað hættir að hafast að
honum mun ætíð veitast það,
farsælliga fram komi.
3.
Þeir glæpavegi ganga á
Guðs ráðum ekki hlýða,
auðnu þvílíkri aldri ná,
áfelli heldur líða.
Svo sem það fis af flatri jörð
feykja burt veður hvöss og hörð
um ýmsar álfur víða.
3.
Illgjarnir munu ekki því,
uppreisn í dómi hljóta,
né sannra Guðs vina söfnuði í
syndugir heiðurs njóta,
en góðra manna greiðir veg
Guðs náð og miskunn ævinlig,
ranglátra leið mun þrjóta.
4.
Föður, syni og anda sé
æðst dýrð um jörð og himin,
eins sem hann var að upphafi
án enda verði framinn.
Kenn oss að halda kristinn sið,
kvittast og skiljast syndir við,
sá það vill syngi amen.