A 145 - Tibi laus | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 145 - Tibi laus

Fyrsta ljóðlína:Þér sé lof og dýrð, Jesú Krist
bls.Bl. XCr-v
Viðm.ártal:≈ 0
Tibi laus

1.
Þér sé lof og dýrð, Jesú Krist,
blessaður sé þessi dagur víst.
Þig lofum vér, nú og ævinliga.
Heilagur, heilagur, heilagur ertu á hæstum hæðum.
2.
Englarnir og höfuðenglarnir,
trónarnir og himneskar hirðsveitir.
Þig lofa kerubín og serafín.
Heilagur, heilagur, heilagur segist þú í hæðinni.
3.
Þitt fólk, ó, Kriste, lofar þig,
þín brúður af hjarta nú gleður sig.
Fyrir þína náð og miskunnsemi.
Heilagur, heilagur, heilagur, hún lofar þig.