A 140 - Guð veri lofaður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 140 - Guð veri lofaður

Fyrsta ljóðlína:Guð veri lofaður og svo blessaður
bls.Bl. LXXXVIJr-vv
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Guð veri lofaður og svo blessaður,
sem oss kristna sjálfur seður,
með sínum eigin líkama og blóði,
gef oss það verði til góða.
Kyrieeleison.
2.
Herra, fyrir helgan líkama þinn,
hvör af jómfrú María er komin
og fyrir þitt flekklausa blóð
frelsa oss, Guð, úr allri nauð.
Kyrieeleison.
3.
Þitt helgasta hold er fyrir oss útgefið,
í dauða svo vér fengjum lífið,
ástgjöf stærri enginn mátti finnast,
af því skulum vér hennar minnast.
Kyrieeleison.
4.
Herra, þín elska hefur þig neytt,
hæst undur á oss hefur þitt blóð veitt,
og vora sekt og sök vel bætt,
og af föður oss fengið sætt.
Kyrieeleison.
5.
Blessan sinnar náðar Guð oss gefi,
að göngum hans veg alla ævi,
í bræðra trú og hreinni ástsemi,
að oss fæða sú vel komi.
Kyrieeleison.
6.
Herra, þinn andi sé ætíð oss hjá
og gefi oss réttu hófi að ná,
að þín kristni þitt litla lið,
lifi í samlyndi og frið.
Kyrieeleison.