A 129 - Þriðji lofsöngur af trúnni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 129 - Þriðji lofsöngur af trúnni

Fyrsta ljóðlína:Vér trúum á Guð eilífan
bls.Bl. LXXIXr-LXXXr
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Þriðji lofsöngur af trúnni
Með því lagi: Halt oss, Guð, við þitt.

1.
Vér trúum á Guð eilífan,
einn föður almáttugan,
hvör í upphafi himin og jörð
hefur skapað fyrir sitt orð.
2.
Og á Drottin vorn Jesúm Krist,
eingetinn Guðs son er hann víst,
fyrir upphaf af föðurnum fæddur
og í dýrð jafn honum.
3.
Sem af helgum anda einn
er getinn heilagur og hreinn,
hann fæddist maður af Máríá,
meydómi hennar það ekki brá.
4.
Svo hann leysti af syndum oss,
saklaus fórnfærður var á kross,
þá pontverski Pílatus réð,
píndur, dáinn og jarðaður með.
5.
Til helvíta hann niður sté,
hertekna sína frelsaði.
Á þriðja degi Drottinn vor
frá dauðum reis, sú tign var stór.
6.
Af heimi upp til himna sté,
hæstur kóngur almáttugi,
situr við föðurs hægri hönd,
hans stjórn varðveitir öll kristin lönd.
7.
Á efsta dag með englahirð
aftur kemur í mestu dýrð,
lifandi og dauða hann dæma mun,
af Drottni fær hvör sín þá laun.
8.
Trúum og helga anda á,
af hvörjum Ritning sannliga
og hrein kenning öll komin er,
kristni hann huggar og upplýsir.
9.
Almennt kirkja er ein á jörð,
útvalin nýfædd Kristí hjörð,
Krists arfgáfur og ástverk hans
eiga þeir heilögu til samans.
10.
Sönn fyrirgefning syndanna
er í söfnuði kristinna,
af miskunn Guðs og mildri náð
mannaverk ei forþéna það.
11.
Á dómsdegi upp aftur rís,
allt mannligt hold, sú von er vís,
glöggvan reikning um gjörðir og mál
Guði sérhvör þá gjalda skal.
12.
Eilíft líf, dýrð og fögnuð fá
frómir Guðs kristnir allir þá,
með djöflum fá guðlausir gjöld,
grimmar kvalir og eilífan eld.
13.
Fyrir þann grundvöll gef þú oss,
Guð, þína náð og sannleiksljós.
Krist og hans orð svo elskum vér
og erfum svo dýrð með sjálfum þér.