A 120 - Af tíu Guðs laga boðorðum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 120 - Af tíu Guðs laga boðorðum

Fyrsta ljóðlína:Heyrið þau tíu heilögu boð
bls.Bl. LXXIIJv-LXXIIIJv
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Af tíu Guðs laga boðorðum
D. Mart. Luth.
[Nótur]

1.
Heyrið þau tíu heilögu boð,
sem hefur gefið vor Herra Guð,
sjálfur á fjalli Sínaí
sínum trúa þjón Móýsí.
Kyrieleison.
2.
Þinn Guð og Herra em eg einn,
annan skalt þú ei hafa neinn.
Á mér einum sé öll þín trú,
af hjartans rót mig elskir þú.
Kyrieleison.
3.
Nafn Guðs Drottins á öngvan hátt
ósæmiliga þú nefna átt.
Reikna það eina rétt og gott
sem reynist Guð hafi sagt og gjört.
Kyrieleison.
3.
Sjöunda dag því helgan halt,
að hvílist sjálfur og lið þitt allt.
Láttu af allri iðju þín,
að efli Guð í þér verkin sín.
Kyrieleison.
4.
Heiðra föður og móður með,
mjúklyndur sért við þeirra geð.
Vert þeim aðstoð sem vinnast má,
verða munt þú langlífur þá.
Kyrieleison.
6.
Með heift öngvan í hel skalt slá,
hefnd, langrækni lát þér frá.
Lundin þín sé hæg og hrein,
hjálpa og þeim þér gjörðu mein.
Kyrieleison.
7.
Haltu vel þína hjúskapsstétt,
hugsun þín sé jafnan rétt.
Hreinlífur með sæmdar sið
sjá þú óhófi öllu við.
Kyrieleison.
8.
Ei skaltu þú stela eign né auð,
einkis kúga sveita né blóð.
Þín milda hönd í sinni sveit
sé styrkur þeim sem volaðan veit.
Kyrieleison.
9.
Falsvitni jafnan lát þér leitt,
ljúgir ei á náungann neitt.
Sakleysi hans þú verjir vel
vömm hans og syndir öngvum tel.
Kyrieeleis.
10.
Hans kvinnu, hús og allt hvað á,
ei skalt þú girnast né véla frá.
Alls góða óskir honum hér,
sem hjarta þitt kýs sjálfum þér.
Kyrieleison.
11.
Þessi sín boðorð því gaf hann,
að þekki synd sína sérhvör mann.
Og læri hér að lifa rétt
til lofs Guði í sinni stétt.
Kyrieleison.
12.
Herra Jesú, þín hjástoð blíð,
hjálp veiti til þess kristnum lýð.
Gjörðir vorar ei gilda par,
Guðs reiði meir forþéna þær.
Kyrieleison.