A 119 - Andlig vísa, hvar inni chatechismus og barnalærdómur er stuttliga saman tekinn, diktuð af predikörum í Brunswich | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 119 - Andlig vísa, hvar inni chatechismus og barnalærdómur er stuttliga saman tekinn, diktuð af predikörum í Brunswich

Fyrsta ljóðlína:Nú skal öllum kristnum kátt
bls.Bl. LXXIIJr-v
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Andlig vísa, hvar inni chatechismus og barnalærdómur er stuttliga saman tekinn, diktuð af predikörum í Brunswich
Má syngja eins og: Frá mönnum sný eg.

1.
Nú skal öllum kristnum kátt,
kennust og syngjum bæði,
alvarliga á allan hátt
iðka svo hver mann næði,
lærdóm þann Guð hefur sjálfur sett,
sem í fjórðunga skiptist rétt,
og kallast kristin fræði.
2.
Þann lærdóm byrja þau tíu boð,
birta Guðs viljann hreina
trúa, óttast og elska Guð
og náunganum þéna.
Lærum vér að lifa rétt,
ljóst er oss synd fyrir augu sett,
heift Guðs og hefnd oss greina.
3.
Næst þeim fylgja þau náðar orð,
neyð samvisku best vægja,
kenna að Kristur Jesús varð
á krossi sjálfur deyja.
Sá hefur vorar syndir bætt,
við sinn föður oss aftur sætt,
til lífs kann náð sú nægja.
4.
Síðan fræðin oss fýsa mjög,
föðurs í anda að leita,
og biðja Guð af hreinum hug,
hann náð vill oss ei neita.
Um andar styrk og orð hans blíð,
uppheldi lífs og kristinn sið,
og frá illu varðveita.
5.
Tvö sakramenta innsigli sín
síðast réð Kristur gefa,
að skírust í hans dauða og pín
og höldum svo trú án efa.
Á þá dýrustu Drottins náð,
með dauða hefur oss útvegað
hjá honum æ að lifa.
6.
Hans hold og blóð oft etum því
og drekkum hér á jörðu,
að trúin vor sé trygg og ný,
traustari jafnan verði.
Synd og dauða ganga gegn,
gefi sig aldri hennar megn,
þó líf og góss það skerði.
7.
Föður og syni og anda sé
æðst dýrð um jörð og himin,
eins sem hún var að upphafe,
án enda verði framin.
Kenn oss að elska kristin sið,
kvittast og skiljast syndir við,
sá það vill syngi amen.