A 115 - Annað magnificat | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 115 - Annað magnificat

Fyrsta ljóðlína:Herra minn Guð, eg heiðra þig,
bls.Bl. LXXIr-v
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) ferkvætt:aabbccdd
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Annað magnificat
Með lag: Nú bið eg, Guð, þú náðir mig.

1.
Herra minn Guð, eg heiðra þig,
hjarta mitt í þér gleður sig,
að eg forlitin ambátt þín
af þinni náð er nú ásén.
Jafnan segja mig sæla því,
sérhvörjar þjóðir heimi í,
að hefur með þinni hæstu makt
heiður dýrastan mér til lagt.
2.
Helgast nafn þitt er heiðurs vert,
hæst lof sé þér af öllum gjört,
öllum mönnum, sem óttast þig,
er búin miskunn ævinlig.
Hinum sem metnast móti þér
minnka vilja sig ekki hér,
sundur dreifir og dramb það ljótt,
dáðlaust gjörir og endar skjótt.
3.
Allt sem þeir hugsa þér í gegn,
það hefur aldri nokkurt megn,
ofmetnaður síst þóknast þér,
þann lægir strax í heimi hér.
Auðmýkt líkar vel augum þín,
allt skal þér lúta mannligt kyn,
afhorfinn slíkum aldri sést,
auðuga skort þú reyna lést.
4.
Eins sem forfeðrum þyrmdir þú,
þanninn hlífðir oss einninn nú,
af miskunn þinni minntist vor
sem mæddi hugraun löng og stór.
Ísrael þínum eigin þjón
í heimi var ei hjálpar von,
þá hann bað þig af hryggri lund
hingað komst þú á réttri stund.
5.
Verðskuldað höfðum vér ei það,
veita skyldir oss slíka náð,
feðrum vorum þú fyrirhést
á þau fastmæli nú minntist.
Abraham þínum einkavin,
eið gjörði um það miskunn þín,
að eignist himnaarf og frið
afkvæmi hans án enda með.
6.
Heiður sé Guði himnum á,
hann vill oss sína miskunn ljá.
Þar fyrir ætíð þökkum vær,
að þín gæska hún er oss nær.
Guðs einka son, vort eilíft traust,
jafnan vér lofum með hjarta og raust.
Anda helgum ætíð með
um allar aldir dýrð sé téð.