A 113 - Hymn. Aeterne gratias tibi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 113 - Hymn. Aeterne gratias tibi

Fyrsta ljóðlína:Eilífi faðir, allir vér
bls.Bl. LXXr-v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Hymn. Aeterne gratias tibi
Má syngja eins og: Beata nobis gaudia.
Phil. Mel.

1.
Eilífi faðir, allir vér
af hjarta gjarnan þökkum þér,
að meðal allra óvina
ætíð varðveitir kristni þín.
2.
Sem í hernaði heiðingjanna
Heródis og stríðsmannanna,
í hjátrú, villu, hræsnis sið,
hneykslun, tvídrægni og svo ófrið.
3.
Mey María, svo vernduð var,
með húsi Elísabetar
sem gáfu þinni fagna fyrst
frá því skýra að sendir Krist.
4.
Hvörki valdsmenn né vitringar,
þó væri ljósir spádómar,
kunnu vita að kominn sé
Kristur sá nýi frelsare.
5.
Heldur fagnaðarfundur sá
frændkonur þessar voru á,
leyndan dóm þann þær þýddu nú
þeim sem á Guð höfðu trú.
6.
Guðs fyrirheitna frelsarann
flokkur presta ei þekkja kann,
þann mjög vel barn í móðurkvið
meðkenndist, laut og gladdist við.
7.
Þessi samkunda kallast fyrst
kennandi rétt um Herrann Krist,
upp frá þeim tíma eilíft orð
á sig tók mannligt hold á jörð.
8.
Kröftug dæmi og kenning sú
kveiki í vorum hjörtum trú,
dýrkum, biðjum með djarfri von
Drottin vorn Jesúm Maríu son.
9.
Biðjum oss hjálpar efalaust,
af föður sendum trúum traust,
að líkni þeim hans leita vel,
leysi, forði frá allra kvöl.