A 112 - Hymn. Quam laeta perfert nuncia | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 112 - Hymn. Quam laeta perfert nuncia

Fyrsta ljóðlína:Fagnaðarboðskap birti þá
bls.Bl. LXIXv-LXXr
Bragarháttur:Hymnalag: aukin samhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Hymn. Quam laeta perfert nuncia
Með sama lag.
Paulus Eberus

1.
Fagnaðarboðskap birti þá,
burt fór langt af Galíleá,
frændkonu sína kom að sjá
og kvaddi jómfrú Máríá.
2.
Hæsta gleði í hjarta var
heilagrar Elísabetar,
þá andinn henni ávísar
að mey María Guðs son bar.
3.
Frelsarann sem sinn föður við
forlíka skyldi mannkynið,
sem með grimmlegum glæpa sið
Guð hafði styggt og brotið við.
4.
Feður óskuðu áður þess,
að kæmi heimi til hjálræðis,
þann fyrstur manna meðkenndest
í móðurlífi Jóhannes.
5.
Sakarías ei segja kann
sökum málleysis fögnuð þann,
á sér þó merki sýndi hann
sjálfan Guð vera nálægan.
6.
Nýrrar Guðs kristni heilög hjörð
húskorn þetta var fyrst á jörð,
sem kvinnu sæðis sætu orð
sannar og lýsir stöðug gjörð.
7.
Heródes með manndrápum þá
makt sína vildi staðfesta,
Kaífas leiddi lærdóm frá,
lét Guðs kennimenn dauða fá.
8.
Svo er nú kristni sýnileg,
særð og þvinguð á allan veg,
stríð, villur og víg ýmislig,
vekur nú grimmi Satan mjög.
9.
Að heimsins styrk og holdsins mátt
hjálparlaus er hún dag og nátt,
Kriste, veit henni hlíf og sátt,
heiður þinn svo hún syngi hátt.
Amen.