A 111 - Út af historíunni: Lúk. I | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 111 - Út af historíunni: Lúk. I

Fyrsta ljóðlína:María gekk inn til Elísabet
bls.Bl. LXIXr
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Út af historiunni: Lúk. I
Má syngja svo sem: Christe redemptor omnium.

1.
María gekk inn til Elísabet,
ástsemdar kveðju heyra lét,
í hennar lífi barn við brá,
birti svo Guðs son kominn þá.
2.
Jóhannes laut og kvaddi Krist,
í kviði móður var þó víst,
Elísabet þann fögnuð fann,
fylltist með anda helgan.
3.
Á jörð sú gleði er jafnan mest
Jesús Guðs son þá auglýsest,
Elísabet í Guði glödd
gjörði það ljóst með hárri rödd.
4.
Mjög virðilig ert María frú,
með heill mannkynsins gengur þú,
kvinnum framar þú blessun ber,
blessaður þinn ávöxtur er.
5.
Dást eg að hæsta heiðri þeim,
Herrans móðir mig sækir heim,
skyldug var eg að vitja þín,
virtist þú sjálf að koma til mín.
6.
Auðmýkt og náð sú er mjög stór,
með eðla son þinn komst til vor,
heilsun þína þá heyrði eg,
hrærðist barn mér í lífi mjög.
7.
Sæl vert þú fyrir soddan trú,
sönn Guðs móðir ert orðin nú,
á þér mun fyllast efalaust
allt hvað þér sagði guðlig raust.
8.
Alltíð syngi því Herrans hjörð
honum lof, dýrð og þakkargjörð,
holdsmynd vorri að huldi sig,
hans miskunnsemi er ævinlig.