A 107 - Einn lítill bænasálmur til heilagrar þrenningar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 107 - Einn lítill bænasálmur til heilagrar þrenningar

Fyrsta ljóðlína:Ó, Herra Guð, oss helga nú
bls.Bl. LXVIv-LXVIIr
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Einn lítill bæna sálmur til heilagrar þrenningar
Má syngja svo sem: Ad coenam agni providi.

1.
Ó, Herra Guð, oss helga nú,
hörmungar vorar á líttu,
veit þínu fólki vægð og náð
við allar syndir kvitta það.
2.
Ó, Guðs lamb, Herra Jesú Krist,
oss hefur þú úr dauða leyst.
Þig biðjum vér, þitt veika lið,
veit oss jafnan þinn náðar frið.
2.
Ó, vor Guð andi heilagi,
yfir oss jafnan náð þín sé,
gáfur þínar og gæska stór,
gleðji og efli hjörtun vor.
4.
Ó, þrenning eining heilaga,
eilíf samjöfn almáttuga,
á þig setjum vér alla von,
ætíð heyr gjarnan vora bæn.
Amen.