A 059 - Enn annar lofsöngur af sjö orðum Kristí á krossinum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 059 - Enn annar lofsöngur af sjö orðum Kristí á krossinum

Fyrsta ljóðlína:Þá Jesús Kristur á krossi var
Viðm.ártal:≈ 0
Enn annar lofsöngur af sjö orðum Kristí á krossinum
[Nótur]

1.
Þá Jesús Kristur á krossi var,
kvöl og hörmung hans líkami bar,
hans hold var hlaðið undum.
Þau sjö orð, sem hann sagði þar,
hugsum á hverri stundu.
2.
Fyrir óvinum öllum bað:
„Ó, faðir, fyrirgef þeim það
og lát þá miskunn mæta,
ei vita hvað þeir hafast að
á þínum syni sæta.“
3.
Annar ræninginn iðrast þá:
„Í þínu ríki minnst mig á.“
Honum ansar vor Herra:
„Í dag skalt þú án efa fá
í Paradís með mér að vera.“
4.
Þá Jesús sína móður sér:
„Sjá, kvinna, þar þinn sonur er.“
Síðan segir Jóhanni:
„Sjá þú, þessi er móðir þér,
vernd og styrk veittu henni.“
5.
„Elí! Elí!“ þá hrópar hann,
„Herra minn Guð, því verða kann,
með öllu mig forlætur?“
Guðs föðurs reiði grimma fann,
galt vorra synda bætur.
6.
Svo öll Ritningin uppfylltist
og að mannkynið frelsaðist,
sagði hann sig mjög þyrsti.
Langaði eftir einu mest,
að oss til lífsins leysti.
7.
Þá edik höfðu honum veitt,
háðugliga við Guðs son breytt,
sætliga sagði þetta:
„Fullgjört er nú það offur eitt,
sem allar syndir kvittar.
8.
Ó, faðir, þér í faðm og hönd
fel eg nú gjarnan mína önd,“
sagði í framför sinni.
Sá fær af Guði friðarstund,
sem festir þau orð í minni.
9.
Lamb Guðs, Jesú, vor lausnari,
líflátinn á krossins tré,
veit oss um allar stundir,
þér af hjarta með þakklæti
þjónum og forðunst syndir.
Amen