SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3065)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Fornt EkkjukvæðiFyrsta ljóðlína:Utanlands í einum bý
Höfundur:Höfundur ókunnur
bls.99–101
Viðm.ártal:≈ 0
Skýringar
Kvæði er einnig að finna í Lbs 537 4to, 142r (289).
Fornt Ekkjukvæði
1. Utanlands í einum býekkja fátæl lifði, fróm og guðhrædd geði í, góðan orðstír fékk af því, engan mann í athöfn sinni styggði. 2. Fleiri átti hún börn en brauð,björg þó oft nam gefa, sagði ætíð í sinni nauð sig hafa nógu mikinn auð því skyldi hún aldrei skaparans gæsku efa. 3. Bar svo til að hungrið harthennar þrengdi kosti, bjargarlaus með barnið margt burtu gekk, því svo var hart, var þá úti vetrarhríð með frosti. 4. Í bak og fyrir börnin smábar hún langa vega, hallærið svo herti á, að hvergi mátti náttstað fá, mæddist hún af hungri og miklum trega. 5. Bar hana einum brunni að ,bráðlega óvit kenndi, settist niður í sama stað, svo í hjarta drottin bað, augum sínum upp til himins renndi. 6. Gullskorð ýmist grét eða bað,gjörði á þrautum herða, voluðum börnum vatnið gaf, vífið fyllti skikkjulaf. „Að góðu,“ sagði hún, „Guð láti ykkur verða.“ 7. Síðar nokkru sá hún mann,sá var fríður næsta, skrýddur hvítum skrúða hann skarlatsþilju heilsa vann. Vífið honum vegsemd sýndi stærsta. 8. Maðurinn sagði: „Þenkir þú,þvílíkt nauðum hnekki eða lengi líf þitt nú lítilfjörleg næring sú? Örmagnast, þótt einfalt vatn þú drekkir.“ 9. Mælti hún: „Guð hinn sami sáseðja kann mig núna, þó engin kunni eg efni sjá, sem ekkjuna í Sareptá. Á hann set ég alla mína trúna.“ 10. „Þú ert kona trúartrausttrega þinn að stilla. Gakk þú heim með geðið hraust, Guð, drottinn mun efalaust girnd þíns hjarta gera upp að fylla.“ 11. Síðan skildist hún við hann,heim gekk aftur kæra. Í sínu húsi olíu fann, svo út af hverju keri rann. Lof sé Guði, líka dýrð og æra. 12. Dæmið kennir þetta þérþolinmóður vera. Alla Guð um síðir sér, samur í dag og gær hann er. Kappkostum því krossin hans að bera. [Skráð eftir Ársælu Magnúsdóttur, ekkju í Stórumörk undir Vestur-Eyjafjöllum. Kvæði, svipað að gerð, er einnig í Lbs. 537, 4to, skráð um 1862 af Runólfi Runólfssyni í Holtum (=Holtakoti)]. |