Húsfreyjan setti upp háan strók * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Húsfreyjan setti upp háan strók *

Fyrsta ljóðlína:Húsfreyjan setti’ upp háan strók
bls.416–417
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Húsfreyjan setti’ upp háan strók,
hengdi svo ketið upp í krók,
en spað súrsaði síðar;
hverfan er góð í heitan rétt,
hefir hún laka á borðið sett,
bóndanum þar til býður,
lungu, tungu,
gollra og bjúga
sjálf vill sjúga,
svo er því varið,
af mörnum fékk enginn maður parið.
2.
Vinnumeun átu vænan disk
utar í krók með harðan fisk,
smjörgráðann smakka varla;
nóg er þeim gott að narsla hart,
en nautablóðið var haldið spart,
enginn vill á það falla;
gengur lengur
kássu grautur,
býsna blautur,
brókar voðinn
ólukku þunnur og illa soðinn.
3.
Sköturnar héngu skamt frá jörð,
skottið tók yfir um miðjan fjörð,
trjónan á Miðfellsmúla,
hryggurinn upp yfir Háahnjúk,
hafsbreidd var yfir um miðjan búk,
ávalur eins og kúla,
slíkar líkar
aldrei sá eg,
satt það tjái’ eg,
sjónir ljótar,
tindarnir vóru sem hæstu hnjótar.