Sjálfslýsing | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sjálfslýsing

Fyrsta ljóðlína:Hefurðu séð hann herra Álf?
bls.169–170
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1875–1900

Skýringar

Kvæðið er tekið úr kafla sem heitir: Úr syrpu Álfs Magnússonar.
1.
Hefurður séð 'hann herra Álf?
Honum skal ég lýsa.
Hann er líkur ljótum kálf,
lýðir hann ei prísa.
2.
Veit ég, tíðum böl við bjó
berr og snauður Álfur,
alloft grét en einnig hló
öls við glösin hálfur.
3.
Því sem vann, hann eyddi ótt
öls við glasið bjarta,
en það greindi gjörvöll drótt
að gott hann bæri hjarta.
4.
Er með vinum sínum sat
sorg burt hverfa lét 'hann,
einskis lífsins mæðu mat,
en margoft hulinn grét 'hann.
5.
Fyrir heimsins hörðum dóm
hvergi virðing bar 'hann,
og það gall í ýta róm
að einstæðingur var 'hann.
6.
Flæmdist gæfan frá 'honum
fyrst er vínglas bar 'hann
og það mark var á 'honum
að alltaf fullur var 'hann.
7.
Nú er horfin hetja sú,
haldið það ei kygi.
Að allra dómi og allra trú
út úr fylliríi.