Vor í Skagafirði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vor í Skagafirði

Fyrsta ljóðlína:Nú er vor yfir jörð
Viðm.ártal:≈ 0
Tileinkað félaginu „VARMAHLlГ.

1.
Nú er vor yfir jörð.
Yfir fjall, yfir fjörð,
hellast fossar af skínandi, blikandi ljóma.
Hér er unaður nýr,
þegar árdagsblœr hlýr
leysir allt, sem að lifir, úr kveljandi dróma.
Hið ónýta og visna að hauðrinu hnígur.
Til himinsins ilmur frá jörðunni stígur.
Yfir bjartsýna þjóð,
með sín blíðustu Ijóð,
vorsins brosandi herskari ástfanginn syngjandi flýgur.
2.
Nú ber Mælihnjúk hátt.
Upp í heiðloftið blátt
yfir héraðið rís hann í konungstign sinni.
Eins og vörðum í kring
raðar hamranna hring.
Hvílík dýrð yfir sveitinni minni!
Yfir Kaldbak og Tindastól tíbráin glitrar.
Niður tignfríða Blönduhlíð berglindin sitrar.
Út við eyjar og sund sefur Ægir sinn blund.
Yfir öllu eru ríkjandi blessaðar listdísir vitrar.
3.
Ó, þú sólvermda land! Ó, þú sagnauðga land!
Þú ert sólarbros Guðs, á hans albezta degi!
Þú ert allt, sem er hlýtt,
sem er fagurt og frítt,
sem er framsœkið, Ijósþyrst, á betrunarvegi.
Þú ert mjúkt eins og Héraðsvötn mildi og friðar.
Þú ert máttugt, sem Hólastóll goðborins siðar.
Yfir Skaga og Fljót,
yfir fald þinn og fót,
breiðist friðarblœr vorsins sem skjólkróna allaufgaðs viðar.
4.
Hér þarf frjálshuga þjóð;
hér þarf framsœkna þjóð.
Hér skal forustumenning frá grundvelli rísa.
Hér þarf listelska lund,
þó að lúin sé mund.
Hér skal Ijóssœkin œska á brautina vísa.
Í Ijóselskar sálir skal guðstraustið grafið,
sem glampandi breiður á sólarþyrst hafið!
Hér þarf raunsterka sál!
Hér þarf rammíslenzkt mál!
Þá er ramminn og myndin í samrœmdri einingu vafið.