Dagar mínir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Dagar mínir

Fyrsta ljóðlína:Í dapurlegum skugga verða dagar mínir taldir
bls.206
Viðm.ártal:≈ 1975–2000
Í dapurlegum skugga verða dagar mínir taldir,
það dregur senn að skapadægri því, sem koma skal,
og ég mun liggja fúnandi um næstu ár og aldir
og engan varðar framar um daga minna tal.
– Ég átti hér í veröldinni aðeins fáa daga
við örðugleika, hamingju, söng og gleði og vín,
sem allt í hljóðum hverfleik verður aðeins horfin saga,
hið eina varanlega, er kannski beinin mín.