Lestrar-félags ljóð á sumar-samkomu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lestrar-félags ljóð á sumar-samkomu

Fyrsta ljóðlína:Við ýttum Vesturálfu til
bls.314
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1916
Við ýttum Vestur-álfu til
frá Íslands köldu ströndum.
Og margur flutti minni yl
Frá miklu hlýrri löndum.
Við fundum, að í hörkum, hag
Var hlýjuna að geyma
Frá ljósa-aukum við lágan dag,
Og langeldunum heima.

Um sjálfsdáð þar var sér um vert,
Og sálin heima fengin.
En hér er alt með handiðn gert,
öll hugsun skólagengin,
og ekkert hér með lagi lært
sé los á kennslu-böndum.
– en ekki í horf það okkur fært!
Og á því skeri ströndum.

Við lógum okkar lista-gjöf
af lifandi manna orðum –
svo með oss varpað verði í gröf,
sem vopnunum góðu forðum.
Og öldin hrópar, hljóðafull:
„Þeir hærra spenna bogann,
sem ætla, fyrir erfða-gull,
að eignast vafur-logann!“

Þó okkar fari að fækka spor
um fyrstu sumardaga,
og spyrjast ljóða-lokin vor,
og lesin út vor saga:
skal allt til þess, að að er sest
við íslenskt sumar fagna.
– ef „feigur svanur syngur bezt“,
með sæmdum gefst að þagna.