Kvæði Arndísar Sigurðardóttur eftir son sinn, er hún missti í bólunni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði Arndísar Sigurðardóttur eftir son sinn, er hún missti í bólunni

Fyrsta ljóðlína:Sæti faðir himna halla
Heimild:NKS 56d 8vo.
bls.bl. 105r–107r
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbAb
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Harmljóð

Skýringar

Kvæðið er hér tekið eftir útgáfu Þórunnar Sigurðardóttur, úr riti hennar, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld. Reykjavík. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2015. Bls. 125–132. Í formála að kvæðinu segir Þórunn: „Kvæði Arndísar er aðeins varðveitt í einu handriti, NKS 56d 8vo (bl. 105r–107r). Fyrirsögn gefur til kynna að hún hafi ort kvæðið fremur en að það sé lagt henni í munn: „Kvæði Arndísar Sigurðardóttur eftir son sinn, er hún missti í bólunni.“ Úr upphafsstöfum erinda má   MEIRA ↲
1.
Sæti faðir himna halla,
hjartagóður þjáðum lýð,
táruð mjög eg til þín kalla:
„Tak þú burt mitt sorgarstríð.„
Mína veistu ánauð alla,
einninn langa raunatíð.
2.
Undirorpin sorgum sárum
setið hefi eg nokkra stund,
brána vætt með breiskum tárum,
bleik og föl með hryggva lund,
eins og skip í bröttum bárum
byltist framan við hafnarsund.
3.
Góðra barna sviptir sára
sorgarefnið greini eg mitt,
sem komin voru til aldurs ára,
er mér líka hugstætt hitt.
Stýrir himna, í straumum tára
stilli kröftugt orðið þitt.
4.
Undrast þurfa öngvir þetta
eg þó beri sáran móð,
nær frá börnum fékk eg frétta
að fallin var mín dóttir góð,
mannvitsfull á menntan rétta,
mild og gegn sem fögur og rjóð.
5.
Raunahnútinn helst af hjarta
herða gjörði sá misser
og alla lúna lífsins parta
látinn son þá móðir sér.
Þetta hrellir þöllu bjarta,
það man best er síðast er.
6.
Dyggðum prýddur sonurinn sæti
sannlega var þessi minn,
framar en lýst í ljóðum gæti,
liðlegur á hár og skinn;
hans var jafnan hógleg kæti,
hér með ræðan gegn og svinn.
7.
Unaðsemdin elli minnar,
ættar sinnar laukur var;
firða meðal, fram og innar,
furðu ljúfan svipinn bar.
Sært hafa mig sorgir stinnar
síððan hann frá mér dauðinn skar.
8.
Rit og les með ræðu snjalla,
rétt hann kunni fagran söng,
þjónustuna þar með alla,
þótti mér ekki dægrin löng
þegar hann með spekt að spjalla,
spennir mig nú sorgin ströng.
9.
Ég er skyld að játa hið sanna,
Jesús minn, eg þakka þér,
þú lést mig halda helstu manna
hylli meðan lífið hér,
ást og trú við góða granna;
geðfelldur var jafnan mér.
10.
Öllu því með æru náði,
ástríkur við móður sín,
fram í veg að viskusáði
að veita forsjón auðarlín;
eg honum þar til aðstoð tjáði
eftir mestu föngum mín.
11.
Njóta hugða eg náðastunda
og neyta þessa í aldurstíð,
og sonar míns undir skjólið skunda,
skall þá yfir hin dökkva hríð,
lukkuhjólið allt fór undan,
oft formyrkvast sólin blíð.
12.
Sóttin greip þá son minn kæra,
sortna tekur gleðinnar skin,
sig hann kunni hvörgi hræra,
harmar þetta margur vin;
seig þá að mér sorgar snæra,
sú hvörki var stutt né lin.
13.
Sat eg við hans sængurbarma,
sagði hann þrátt með hraustum móð:
„Stilltu þína hættu harma,
hjartans móðir, barni góð,
þó verði eg með vota hvarma
veraldar allrar ganga slóð.“
14.
Oft hann gjörði á Guð sinn kalla,
góðum ráðum fylgdi mest,
lét burt taka löstu alla
og leysa sig einn fróman prest,
bjó sig svo til himna halla
hæsta kóngsins barnið best.
15.
Nákvæmlega allt hvað átti
upp var ritað hjá honum þar,
hann reisti skorð við skuldaþrátti,
skriftin honum það vitni bar,
óskaði sem mest hann mátti
mig að skaðaði ekki par.
16.
Síðan kvaddi hann ástmenn alla
ystu móti dauðastund;
af hjarta réð á herrann kalla
að hann tæki við sinni önd;
á koddann gjörði höfði halla,
hvíldar hreppti sætan blund.
17.
Eins og svalan sorgarmóða,
er sína hefur unga misst,
eftir son minn græt eg góða,
gjarnan hefði eg viljað tvist
hverfa burt frá heimsins gróða
og honum fylgja í himnavist.
18.
Faðir hæsti himins og landa,
huggan send þú veikri mér,
sem eikin gjöri eg ein nú standa
ef af eru brotnir kvistirner,
lát mig styrkja öflgan anda,
einum hef eg traust á þér.
19.
Verðskuldunin verka minna
veit eg þessi krossinn er,
brotin straffar boðorða þinna,
bevísast það nú á mér;
lát mig náðir fyrir finna,
faðirinn aumur á barni sér.
20.
Rétt eg trúi ræðu þinni,
ritningin svo hermir glöggt,
harmþrungnu ei hjarta sinni
hann sem hefur brjóstið klökkt,
nálægð mína frá eg finni
flý eg þar fyrir til þín snöggt.