SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3089)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
KvennaskálFyrsta ljóðlína:Drekkum, sveinar, svanna minni
Höfundur:Hannes Hafstein
Heimild:Hannes Hafstein: Ljóða-bók. . bls.104
Viðm.ártal:≈ 1900
Skýringar
Hefur að undirtitil: (við dansleik)
1. Drekkum, sveinar, svanna minni,sætt um munn það fer. Ljúft úr hjartans innsta inni andvarp lyftir sér. Hver fær staðist Lofnar loga, lokkafljótin þekk. Sjónarskeyti brúnaboga buga sérhvern rekk.
2. Látum ólga æskublóðið!æskan þarf sinn dans. Látum glymja gleðiljóðið. Grípum vorsins krans! Látum duna dans hér inni, dagur fjarri er. Drekkum, sveinar, svanna minni, sætt um munn það fer. |