Líf | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Líf

Fyrsta ljóðlína:Það er mikið verk
bls.13. árg. bls. 164
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2015
það er mikið verk
að fylgjst með
fletta vefsíðum
kaupa inn
stilla daginn þannig af
að allt líti út fyrir að virka
að við höfum fullkomna stjórn
og fljótum hægt
í rétta átt

það smellur í bréfalúgu
og spjöld frá Hjartavernd
og Krabbameinsfélagi
falla á dyramottu

við dagslok
þegar mest er ógert og meira ósagt
horfumst við í augu
snertumst
og hunsum
seyðing undir öxl
sting í brjósti
flöktandi hugsanir
um annað líf