Súlukóngurinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Súlukóngurinn

Fyrsta ljóðlína:Í súlukónginn, sjófugl öllum stærri
bls.66
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Í súlukónginn, sjófugl öllum stærri,
sér sæfarendur oft til gamans ná,
er fylgir skipum, öllum eyjum fjarri,
á óþreytandi flugi um loftin blá.
2.
En þegar má á þiljum kóng þann líta ­~
hve þungt og klaufskt og hlálegt er hans skrið!
Í rænuleysi langa vængi og hvíta
hann líkt og árar dregur sér við hlið.
3.
Hve hlægilega ljótt er nú að sjá hann,
sem loftið klauf með slíkum tignarbrag!
Af stríðni reyk úr pípu einn blæs á hann,
og annar stælir klaufans göngulag.
4.
Hvert skáld er þessa skýjajöfurs líki,
sem skjól og yndi kýs við storma fang:
Í fangadvöl í dægurglaumsins ríki
þess draumavængir hindra mennskan gang.