Án heitis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Án heitis

Fyrsta ljóðlína:Í Bakkusar ríki er óregla æ
Heimild:Fjallkonan.
bls.1900 20.01
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Í Bakkusar ríki er óregla æ,
frá austri til vesturs á sérhverjum bæ.
Þar stenst ekki augablik áætlun nein,
þar ýmist er hlátur og grátur og vein.
2.
Í dag hefir þegninn hans allmikinn auð,
en árla á morgun, þá vantar hann brauð.
í bróðerni er faðmast með bikar í mund,
þeir berjast þar þó eftir drykklanga stund.
3.
Þeir hafa þar útsynning öld eftir öld
— Og eftir því hljóta þeir metorð og völd
hvað vömb þeirra rúmar og haft geta hátt,
og hrinið og galað sem lengst fram á nátt.
4.
En svo kemur REGLAN með hjör sér í hönd,
og herjar af alefli’ á Bakkusar lönd.
Það þarf ekki að spyrja, hvar sigurvon sé,
því sundrung og óregla falla á kné.
5.
Vor göfuga Regla, þitt hlutverk er hátt,
því heiminn þú umskapa gervallan átt.
Og undir þig leggirðu feðranna frón.
Á fána þinn ritað sé: „Evolution„!


Athugagreinar

Úr Fjallkonunni í jan 1900: Good-Templarar. 10. januar vóru 16 ár liðin frá því er fyrsta Good-Templarastúka var stofnuð hér á landi (á Akureyri). í minningu þess héldu Good-templarar afmælishátíð hér í bænum 16. þ. m. og við það tækifæri orkti skáldið Hjálmar Sigurðsson kvæðið: