Rímur af Gretti Ásmundarsyni – fimmta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Gretti Ásmundarsyni 5

Rímur af Gretti Ásmundarsyni – fimmta ríma

RÍMUR AF GRETTI ÁSMUNDARSYNI
Fyrsta ljóðlína:Fjórða verður frosta skeið,
Heimild:AM 611d 4to.
Bragarháttur:Ferskeytt – Frumhent
Bragarháttur:Ferskeytt – oddhent (frumstiklað) oddhending, stikla eða fegursta ljóð
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
Fyrirvari:Ófullskráð

Skýringar

Einnig er stuðst við Lbs 2323 4to.
Ríman hefur aldrei verið prentuð. Lestexta þennan vann Eva María Jónsdóttir á grundvelli eigin stafréttrar uppskriftar handritatexta.
1.
Fundings brunni fljóta af,
Fjölnis kvistir víða, vinda?
svo þær kunni herjans haf,
harla djúp ad synda. sníða?
2.
Ég vil minna marga á
minnst þó sjálfur ræki,
að verka sinna vildu gá
og varast alla klæki.
3.
Stór kvæðanna stikinn hver
stoltur forðast ætti,
ódáðanna illsku pör
sem illt af hljótast mætti.
4.
Allra verstu undir rót,
ætla ég hrekkja flestra
að hafna bestu en hyllast ljót
heitin skamma vestra.
5.
Heilög fræði herrann virst
helgar kirkjur og skóla,
öllum stæði að akta fyrst,
yggjum fófnis bóla.
6.
Hver sem hafnar heillum þeim
og hirðir um þvílíkt eigi,
að sér safnar illsku keim,
og annarra villtum vegi.
7.
Illt athæfi eykur við,
öllum lasta keimi,
lyktar ævi, í ljótum sið,
og leiðist svo frá heimi.
8.
Heilla snauður héðan dó,
haldinn köldum vanda,
liggur dauður en lifir þó,
fyrir ljótan fítons anda.
9.
Fær þá eigi friðinn þó,
feginn kannski vildi,
af því hrekki undir bjó,
áður nær en skyldi.
10.
Skessilegur skelmir sá,
skemmdar andinn leiði,
um sig dregur nauðugan ná,
með slæmu galdra seiði.
11.
Æðir stirður magnar mein,
mörgum utan saka,
að soddan veður sögunnar grein,
sem hér upp skal taka.
12.
Sé biðjandi þegna þjóð,
þrenning krafta mesta,
að öll vor standi æfin góð,
og endalyktin besta.
13.
Greint var fyrr hann Glámur dó,
gildur á heiðar storði,
lá ei kyrr til lengdar þó,
lyddan vaka þorði.
14.
Varð að slíku mönnum mein,
margir í svíma lágu,
sumir viku vits frá grein
er vondan skelmir sáu.
15.
Fleygði fúsum brögnum brátt
bæjar frá greindu sloti,
hann reið húsum hverja nátt,
hart svo lá við broti.
16.
Utan úr löndum einn kom þá,
yggur ljósa ranna,
hafði í höndum halurinn sá,
hreysti tveggja manna.
17.
Var Þorgautur nýtur nefndur
nöðru runnur hlaða,
hann í þrautum þá heimstefndur
Þórhalls kom til staða.
18.
Bóndi réði til hirðis hann,
harðan fæðir ylgja,
enn þó téði öll manns sann,
ósköp sem því fyglja.
19.
Sá kvaðst miður hræðast hót,
heldur en það hann mundi,
detta niður um dægramót,
draugs þó mætti fundi.
20.
Veittist falur í virða skarð
að vinna sér brauðum,
þá vind svalur gekk í garð,
Gauti tók við sauðum.
21.
Hverja nótt nú húsum reið,
hörku draugur megni.
Þetta þótti þorna meið,
þrátt svo býsnum gegndi.
22.
Mælti þrællinn mætti þann
miklu nær sér ganga,
áður en fælinn yrði hann,
einn fyrir draugnum stranga.
23.
Kvöld fyrir jólin kom ei heim,
kappinn eftir vanda,
hafði fólinn þá fyrir þeim
þundi tafðið randa.
24.
Lundar fundu letra manns
lestir hornsins bleika, hjörsins í Lbs 2323 4to
dauðan undir dysju Gláms,
dapurlega til reika.
25.
Brotinn á háls og brákað öll,
beinin innan húðar,
grafinn var frjáls í grænum völl,
að garði kirkjusúðar.
26.
Öngvum jók þar manni mein
maðurinn liðinn þessi,
Glámur tók með galdra grein,
grimmdir hreifa vissi.
27.
Flúði af garði fólkið snart,
flest nema hjónin bæði,
nautið barði heldur hart,
hvert annað með æði.
28.
Þorna yggur þau hlaut mein,
þénari stórgripanna,
brotinn var hryggur báss um stein,
í börvi elda hranna.
29.
Flýði bóndi þaðan þá,
þótti stá til tjóna,
⟨draugurinn vondi drap hvað má,
og dóttur einnig hjóna [1]
30.
Nú reið Grettir norður um sveit,
náði Auðunn finna,
sættust slétt um ráðareit,
rekkur og hetjan stinna.
31.
Greinilega Grettir þá,
Gláms að leikum frétti,
jökull þegar mest sem má,
móti skorður setti.
32.
Ills kvað vera af illum von,
altíð hljótast mætti,
gott ráð er minn systur son,
soddan ei á hættir.
33.
Móður bróðir hals var hann,
hindra því það vildi,
að svo góður gjörfis mann,
gæfu tapa skildi.
34.
Grettir kvað sem greini ég satt,
girnd í hug sinn renna,
Þórhallsstaði að hitta hratt,
og horfa á umgang þennan,
35.
Jökull mælti svo ég sé,
síst þig letja tjáir,
ei mun dælt að dragast í hlé,
ef draugsins fundi náir.
36.
Örva grér nam inna fróð,
orðin forn hið sanna,
sitt hvort er það gæfan góð,
eður göfugleiki manna.
37.
Hinn kvað æðrum vissa vó,
vera við hurðargætti,
ef hjá fjöðrum sára svo,
sér vantreysta mætti.
38.
Síðan reið að sagðri grund,
segja bóndinn réði,
örfa meið á alla lund,
áður hvernin skeði.
39.
Veit ég víst þinn gjarða glað,
gjörir þú hér að láta,
hinn kvað síst mig hryggir það,
til hesta er gott í máta.
40.
Glámur heim um grímur tvær,
getið er kæmi eigi,
hesti þeim þó helju fær,
sem halurinn reið á vegi.
41.
Þór bað hallur þegninn sér
þessum voða að forða
þar við snjallur þorna grér,
þannig tók til orða.
42.
Ekki má ég hafa við hæl,
fyrir hestinn verðið minna,
enn að sjá þann illa þræl,
er ósköp gjörir að vinna.
43.
Þriðja kvöld vill þorna lundur,
þá afklæðast eigi,
röggvin felld hefur ríta þundur,
röskur yfir sig dregið.
44.
Undir fætur annað skaut,
auðs nam baldur brjóta,
hitt þá lætur heila laut,
hylja bendir spjóta.
45.
Út um sá hvað allt að bar,
aulans vænti vonda,
í setinu lá því sem gengt var,
sjálfum heima hjá bónda.
46.
Þar frá skála þil gjörvallt,
þegar og andyru,
bent sem brotið brjálað og hallt,
bríkur og stokka[r] voru.
47.
Ljósin lætur hadda heið
hátt í skála brenna,
þegar á nætur þriðjungsleið,
þrauta tók að kenna.
48.
Dundi undir fjölnis fljóð,
foldin tók að skjálfa,
sléttu grundir höfðu hljóð,
hallir bifuðust álfa.
49.
Skræðan sú sem skálka part,
skapaði téðum garði
reið nú húsum heldur hart,
með hælum þakið barði.
50.
Dyr með pretti finna fór,
fítons andinn leiði,
höfuð inn rétti heldur stór,
hrottinn kjafta gleiði.
51.
Undrum borið og illa skaft,
auðar virtist runni,
stórum skorið með stæltan kjaft,
stærra en hugsast kunni.
52.
Fór með stilli falskur bupp
fyrst í dyrunum lengi,
rumurinn illi réttist upp,
í rannið inn svo gengi.
53.
Við glugga hjört að gaurinn hátt,
gnæfði í rjáfrið þannig,
hendur svartar breiddi brátt,
að bíta í svefna ranni.
54.
Hátt svo góndi hrekkja smiður,
um hýsið fylltur ergi,
enn sig bóndi byrgði niður,
og bærast þorði hvergi.
55.
Sá nú Glámur í setinu var,
sem ein rytja lægi,
galdrasamur þreif til þar,
þrautafast so nægi.
56.
Rétt ég inni að röggvar feldur,
raskast hvorki náði,
í öðru sinni ekki hrelldur,
enn til þreif hinn bráði.
57.
Þriðja sinn til þursins tók,
þar með báðuðum höndum,
reistist hinn þá upp og ók,
orku brögðum vondum.
58.
Hart til kippti heyrðust undur
hvílu töpuðust náðir,
felldi skipti sögðum sundur,
sín á milli báðir.
59.
Fanturinn horfði á felldar slitur,
og forundraði þetta,
Grettir þorði gegn og vitur
ganga að hirði pretta.
60.
Undir hendur þursins þreif,
þegar og miðjan spennti,
hörku undur hauks með sveif,
hrygg svo bófans benti.
61.
Hugði að skildi kauðinn kargur,
kikna af þessu bragði,
en hinn gildi geira baldur,
á Grettir hendur lagði.
62.
Hvar sem krepti kauðinn hendur,
á kenndum Ásmundsarfa,
allur hreppti ísalendur,
álits bláar farva.
63.
Glámur gildi gulls nú brjót,
greitt út með sér draga,
kappinn gildi festi fót,
fast við hverjum snaga.
64.
Glámur færðist auka í,
alla sem hann kunni,
girndin færðist bols um bý,
baugs með hraustum runni.
65.
Vildi Grettir við því sjá,
vomurinn út hann drægi,
í stein einn setti stólpa knjá,
stóð so fast á lægi.
66.
Fleina viður í fangið hljóp,
fólans þá manns skunda,
rak svo niður gildan glóp,
gránar stefnan fundar.
67.
Öflugur bófinn aftur á bak,
út í dyr lét falla,
Grettir ofan á ruminn rak,
reikna ég lyktað varla.
68.
Máni skein á hlírnis hlíð,
en heili Ýmis renndi,
ýmsa grein um tjáða tíð,
til eður frá sér vendi.
69.
Illur hvessti augun þá,
upp í móti þegni,
þóttist vesta sjón þar sjá,
seggurinn þroskamegni.
70.Af því líkri ofboðning,
allra þeirra skipta
hetju slíka hreistin kring,
hratt sér frá nam svipta.
71.
Óvit datt á afreks mann,
ei sitt ráð hann kunni,
Glámur hratt svo greina vann,
glöggt með leiðum munni.
72.
mikið kapp hefur þegninn þú,
þar á lagt mig finna,
lítið happ munt hljóta nú,
hér af kempan stinna.
73.
Hefur þú fengið helming megns,
hér sem öðlast skildir,
hefðir ei gengið þú til þegns,
þroska múrinn gildi.
74.
Þagna má ég ei, þroska sáð,
þér frá burtu keyra,
en henni á ég hafa skal ráð,
þú hreppir aldrei meira.
75.
Ærið sterkur ertu þó,
að því verður mörgum,
frægðar merkur um frón og sjó,
fékkstu bráðir vörgum.
76.
Þú hefur frægur orðið af,
orku verkum þínum,
hér fyrir dægur styrs með staf,
stáls hjá brjótum fínum.
77.
Héðan af gjörla sannar senn,
sektir til þín falla,
og výgaferla vandræðin,
verk með mörgum galla.
78.
Flest öll mun þín frægðar verk,
falla í hamingjuleysi,
hef ég á grun að gæfan sterk,
góð burt frá þér reisi.
79.
Munt útlægur vitnast víst,
og verða einn að búa,
gjörvallt sem þér sómir síst,
sífellt af að snúa.
80.
Leggur draugur það á þig,
þér sé æ fyrir sjónum.
þessi augu er þú sér mig,
þenja úr öllum vonum.
81.
Erfitt mun þá úti þér,
einum þykja að byggja,
hef ég á grun að hjálma grér,
hel munir af því þiggja.
82.
Þegar sem hann nú hætti við,
hatrið slíkt að ræða,
óvit rann af Ásmunds nið,
úlfa vildi fæða.
83.
Hjó nú haus af Glámi glöggt,
gildur og setja náði,
neðan við daus í dyrum snöggt,
dreng varð slíkt að ráði.
84.
Þá var klæddur bóndinn blíðjur,
burt frá húsfrú kærri,
enn svo hræddur þegninn þýður,
þorði hvorki nærri.
85.
Lundin klökk þá lofaði Guð,
og líka Grettir skildi,
hafa þökk fyrir þvílíkt lið,
og þrekvirkjanna gildi.
86.
Líkið brenndu títt án töf,
tamir slíkt að bragða,
öskuna sendu ofan í gröf,
yfrið djúpa sagða.
87.
Laufa viður lúinn og stirður,
lagði sig til hvílu,
hér skal niður bragurinn birgður,
borinn í þagnar skýlu.


Athugagreinar

1.
Vantar í hdr. AM 611 d 4to. Vísuorðin eru í Lsb 2323.