Rósa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rósa

Fyrsta ljóðlína:Kaldur vetur mæðir mig
bls.219–221
Bragarháttur:Ferskeytt – skothent (frumhent)
Viðm.ártal:≈ 1850
Flokkur:Ástarljóð
1.
Kaldur vetur mæðir mig,
mold og keldur frjósa.
Það er betra að bæla sig
við brjósin á þér Rósa.
2.
Þitt skal nýta heiðurs hrós
heima um Sali tóna,
ó, þú hvíta og rauða rós
röðuls hvala fróna.
3.
Einatt glæðist vonin veik
viskuleynum mínum.
Skýl mér, flæðar elda eik,
undir greinum þínum.
4.
Veit eg, spakur vinur, þér
verða orð á munni:
Hver mun maka hitta sér
hennar, sem eg unni?
5.
Hvar þú fljóða hárið sér
hreint sem dúninn svana,
veðfé bjóða þori eg þér,
þú hefur fundið hana.
6.
Ef nett og fögur öll hún er
svo yndis geislum vefur,
eg vil sögu segja þér:
Séð þú Rósu hefur.
7.
Þá hríðar veður húsin ber
á hörðum orma bana
Siggi kveður í krók hjá sér
kvæðin sín um hana.
8.
Þegar búra-bóndinn er
við blysin nætur stjana
eg með dúrum dilla mér
og dreymi þá um hana.
9.
Dagsins vinna ei mæða má
mig á konu Grana,
því eg minnist einatt á
allt er gert fyrir hana.
10.
Glatt er auga og önd í mér,
elska eg því þann máta
að syngja, spauga og hlæja hér
heims þá börnin gráta.
11.
Eg þá fræðin yrki ný,
ein og söm er glósa,
mínum kvæðum efnið í
ætíð verður Rósa.
12.
Þar að hneigi eg eiðstaf einn,
eikin flæðar ljósa,
mansöng eigi yrkja neinn
án þess fái Rósa.
13.
Þér skal andi allur minn
einni í greinum hrósa,
alskínandi, ung og svinn
eðalsteina Rósa.