A 078 - Sequent. Victimae paschali | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 078 - Sequent. Victimae paschali

Fyrsta ljóðlína:Lamb Guðs sauðum sælu fékk,
bls.bl. Lij–Lj
Bragarháttur:Óregluleg hrynjandi, rím og stuðlar
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögn í Sálmabók Guðbrands 1589:
Sequent. Victimæ paschali. Eptir latínunni útlögð.
Fyrir utan Sálmabók Guðbrands 1589 er sekvensan Páskafórn vér helga höfum í „sb. 1619, bl. 50–51; gr. 1594 og allir gr. síðan; s-msb. 1742; lag er í sb. og gr. [Á latínu nefnist þessi páskasekvensa] „Victimæ paschali laudes“*. Er hin íslenzka þýðing víða ekki óliðleg, þótt vart sé samboðin tignarlegum orðum frumsekvenzíunnar, en ólík mjög þýðingu Gísla byskups Jónssonar (aftan við 16. sálm í kveri hans), sem Guðbrandur   MEIRA ↲
Sequent. Victimæ paschali
Eftir latínunni útlögð.
[Nótur]

1.
Páskafórn vér helga höfum,
Jesúm hvörn vér kristnir lofum.
2.
Lamb Guðs sauðum sælu fékk,
saklaus Kristur ást um gekk,
sættandi syndugt lið
sinn föður við.
3.
Einnig það var undarlegt,
að gekk líf og dauðinn frekt.
Sjálfur lífs Drottinn dó,
dýrstur lifir þó.
4.
Upptel oss Máríá,
allt hvað á leið fékkst að sjá.
Lifandi Jesú leiði eg fann,
leit eg í dýrð upprisinn lausnarann.
5.
Englana hef eg heyrt og séð,
höfuðdúk hans og línlök með.
Kristur, vor von, upprisinn er,
undan sínum í Galíleam fer.
6.
Meir trúum vér Maríu einni,
meinlausri og hreinni,
heldur en falsfullum
flokk Júða öllum.
7.
Eflaust Kristum allir boðum
upprisinn frá dauðum.
Sigrarinn sæti,
sjálfur vor gæti.
Allelúja.