Krummakvæði (hið lengra) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Krummakvæði (hið lengra)

Fyrsta ljóðlína:Krumminn á skjánum
Heimild:Andvari.
bls.3. árgangur 1976, bls. 157–163
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AAABBAcc
Viðm.ártal:≈ 1750–1825

Skýringar

Í Andvara segir:
Kvæði þetta er á ýmsum kvæðabókum að vestan, norðan og sunnan; er helst farið hér eftir kvæðabók Gunnlaugs heitins Jónssonar á Skuggabjörgum, sem hafði eitt hið stærsta kvæðasafn, og eftir afskrift dr. Schevings á Bessastöðum. Í kvæðabók Gunnlaugs er viðkvæðið alls staðar: „segir krumminn á skjánum„.
Á Handritum.is segir:
Kvæðasafn með hendi Gunnlaugs Jónssonar á Skuggabjörgum, er nú talið vera í JS 254 4to; hafði komist í það safn, er það var flutt til Íslands.
JS 254 4to er ekki tímasett á Handritum.is en Gunnlaugur var uppi 1786–1866. Viðmiðunarártölin eru ágiskun.
Fleiri Krummakvæði og lausavísur eru til með þessu viðkvæði.
[xmViðkvæði:
>Krumminn á skjánum
>kallar hann inn
>gef mér bita af borði þínu, bóndi minn
1.
Ellegar ríf eg þak af þiljum,
þá mætir þú hörðum byljum,
þó skórnir illa skýli iljum
skríddu út á hnjánum,
>krumminn á skjánum,
bar mig hér að borgar þiljum,
björg eg enga finn.
>Gef mer bita’ af borðum þínum, bóndi minn.
2.
Bóndi svarar býsna reiður:
burtu farðu, krummi leiður!
líst mér af þer lítill heiður,
ljótur ertu á tánum,
>krumminn á skjánum,
nema þú sért í svörunum greiður
og segir mér tíðindin.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
3.
Fréttir nógar færðu að heyra,
fýsa skal þig ekki meira,
næða’ eg að hvísla í þitt eyra,
á öxlum standa’ og hnjánum,
>krumminn á skjánum,
munda eg þó masa fleira
mætta’ eg komast inn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
4.
Ólst eg upp hjá minni móður,
máttu heyra, bóndi góður!
Sárlega var eg af sulti móður
með sorg í innri kránum,
>krumminn á skjánum,
var eg þá sem ær eða óður,
illr var skarkalinn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
5.
Meðan eg var matþurfandi
músina fann eg eina’ á sandi,
veidda’ eg hana með vígabrandi
og veifaði henni’ á ljánum,
>krumminn á skjánum,
datt hún ofan af digrum brandi
um dyrnar skaust hún inn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
6.
Svangur hefi’ eg setið á björgum
sannlega hjá öðrum vörgum,
ofsóttur af manni mörgum,
meiddur hætt á tánum,
>krumminn á skjánum,
helst hjá þessum hættum mörgum
hvíld eg enga finn.
>Gef mér bita’af borðum þínum, bóndi minn!
7.
Engin hafða’ eg úrræði
að eg náð mér gæti fæði,
utan hennar augun bæði
út með benja ljánum,
>krumminn á skjánum,
kroppaða’ eg með kænsku æði,
komst eg síðan inn.
>Gef mer bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
8.
En hún hugði’ að aðrir vargar
augunum sínum hefði fargað,
döpur lá því dagana marga
og dústi niðr í kránum,
>krumminn á skjánum,
lét hún svo sitt lífið arga,
eg laug því upp á hinn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
9.
Vaxinn gjörði’ eg víða’ að sveima,
var eg þá sjaldan fastur heima,
lét mör allvel lömb að geyma,
eg lymskaði þeim frá ánum,
>krumminn á skjánum,
flaug eg þá í krók og keima
ef kom þar nokkur hinn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
10.
Samfund eitt sinn hrafnar héldu,
harðlega sínum vængjum skelldu,
sig úr lofti sjálfir felldu
og settust niðrá gljánum,
>krumminn á skjánum.
Það var skammt frá kólgu keldu,
sem kalla’ eg sjávarkinn.
Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
11.
Einn var kenndur af ódámum,
allir heldu það í náðum,
að dæmast skyldi’ honum dauðinn bráðum,
þeir drógu hann upp á tánum.
>krumminn á skjánum,
þar var eg einn í þeirra ráðum,
mig þraut ei skynsemin.
>Gef mér bita’ af borðum þinum, bóndi minn!
12.
Metinn var eg máls hjá hröfnum
meira’ en þar hjá öðrum jöfnum,
þegar eg mætti mínum nöfnum
mér bar eg horn á tánum,
>krumminn á skjánum,
fyrstur leysta’ eg fram úr höfnum
og fjörinu rænti hinn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
13.
Föður minn þar eg fullvel kenndi,
fátt gott þáða’ eg af hans hendi;
það varð þá með okkur endi,
er það ritað á skránum:
>krumminn á skjánum,
hann eg niðr til heljar sendi,
hlaut sá afdrifin.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
14.
Eitt sinn flaug eg vítt um velli,
var eg ekki seint á felli,
hálfdauðan eg sá á svelli
sauðinn liggja’ á hnjánum,
>krumminn á skjánum,
var þá sem mér fullvel félli
að fengist saðningin.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
15.
Þangað kom eg þegar að bragði,
þungt og fast að sauðnum lagði,
orkaði’ eg mest á ullarflagði1
augna nærri bránum,
>krumminn á skjánum,
helst af þessu hreystibragði
hafða’ eg forprísinn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
16.
Boraði’ eg undir bóginn hægra,
brögnum þótti ráðið frægra,
þá hlaut hinn að lúta lægra
og lífið missa’ á hnjánum,
>krumminn á skjánum,
slógið tók eg að slíta nægra
og smíða mér sperðilinn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
17.
Þitt var mark á þessum sauðum,
þeim máttu nú lýsa dauðum,
með augnatóftunum eftir auðum
annar liggr í snjánum,
>krumminn á skjánum,
eymdum þeirra’ og angurs nauðum
olli’ eg þetta sinn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
18.
Nú hef’ eg sagt þér söguna alla
sem hún náði til að falla,
búðu þér nú til diska’ og dalla
og drekktu soðið af ánum,
>krumminn á skjánum,
eg mun fljúga upp til fjalla,
en ekki’ í gálgann þinn.
>Sleiktu nú alla bitana þína, bóndi minn!
19.
Skildu þeir svo að skrafinu sléttu,
skar þá krummi nokkra hrettu,
bóndi sat með bragði’ óléttu
og brýrnar niðrá snjánum,
>krumminn á skjánum,
fleygði’ á skjáinn fjaðra slettu
og fór svo veginn sinn.
>Sleiktu nú alla bitana þína, bóndi minn.


Athugagreinar

1. Þannig í kvæðabókinni; þ.e. sauðnum. Mætti og vera að lesa skyldi: ullarlagði.