Um Ólafsvíkurformenn haustið 1923 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um Ólafsvíkurformenn haustið 1923

Fyrsta ljóðlína:Góð ég aldrei gert hef skil
bls.39–42
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1923
Flokkur:Formannavísur
1.
Góð ég aldrei gert hef skil,
gáfnasljór með krafta lina,
upp þó telja alla vil
Ólafsvíkur-formennina.
2.
Ólafs niður Bjarni býr
bárudýr á unnarlöndin.
Hræðist ekki hjörvatýr
þó hristi Kári reiðaböndin.
3.
Kristján Vigfúss arfi er
einn af þeim er stundar veiði.
Óhræddur um Ægi fer
þó ekki skíni sól í heiði.
4.
Skúla bur er skjótráður,
skeiðina setur fram á æginn.
Sveinn að heiti, hagorður,
heppinn er og mikið laginn.
5.
Ásbjörn glaðan ýtar sjá
oft í svaðilförum, hygginn.
Er formaður mætur sá,
margan skaðar ölduhrygginn.
6.
Guðjón sínum hlunnahest
hleypir fram um ránardætur.
Ungur stýri sá við sest
samt á öllu hefur gætur.
7.
Sveinbjörn stilltur, stafnahind
stökkuls fram á hleypir völlinn.
Mikinn hræðist varla vind,
vanur að stýra um boðaföllin.
8.
Mjög ágæta veitir vörn
víst þegar dætur Ægis hýða.
Brandur lætur ára-örn
áls um stræti bárótt skríða.
9.
Þó að freyði gjálpin grá,
Gísli engu náir kvíða.
Lætur hann um löginn blá
lipurt báruhestinn skríða.
10.
Pétur Jóhanns, piltum með,
passar allt á réttum tíma.
Hann hefur aldrei álitið
illt við sjó og vind að glíma.
11.
Árahjörtinn albúinn
útá færir hrannar salinn.
Hann Guðbrandur, hreppstjórinn,
heppinn vel er ávallt talinn.
12.
Heppinn stýrir Hruna frá
hann Guðmundur sínu fleyi.
Þótt að aldan bretti brá
bragnar segja ‘ann hræðist eigi.
13.
Sumarliði landi frá
leggur jafnt um daga og nætur.
Ekki hræðist halur sá
holgómaðar Ránardætur.
14.
Stöðinni Kristján stýrir frá,
stundum þó að nokkuð hvessi.
Formaður er flinkur sá,
fáir afla meir en þessi.
15.
Kvikur maður Kristján Ess,
kann vel skeið til fiskjar búa.
Þó báran syngi vanavers
varla mun hann aftur snúa.
16.
Útá græði síst er seinn,
sama er hvaðan vindur stendur.
Stefán Kristjáns arfi er einn,
Uppsalina við er kenndur.
17.
Magnús stýrir mæta vel
mjaldurs yfir hrufótt engi.
Góðan mann og gætinn tel,
frá Gíslabæ, með vaska drengi.
18.
Sveinn um breiða birtings-jörð
beina náir ránar-dýri.
Þegar veður vaxa hörð
vel sá heldur þá um stýri.
19.
Sölvi minn um selastorð
sínu ungur stýrir fleyi.
Talar þó ei æðruorð
ósléttum á hrannar vegi.
20.
Heppinn þykir tjörgu-týr
títt þegar snýr að fiskiveiðum.
Konráð hleður keipa-dýr
karfa fram á vegi breiðum.
21.
Ari Bergmann ýtir gnoð,
úfin þó að falli bára.
Saman aldrei vindur voð
vanalegum fyrir Kára.
22.
Beðið himna föður fæ
forði hann þeim við öllu grandi.
Líka’ yfir þennan litla bæ
leggi blessun ævarandi.