Elska náungann | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Elska náungann

Fyrsta ljóðlína:Hengir sig alltaf út á snúru
bls.1. árg. bls. 90
Bragarháttur:Rímaður kveðskapur án stuðla og reglubundinnar hrynjandi
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2002
Hengir sig alltaf út á snúru
þegar spáir strekkingi
konan í næsta húsi
með tréklemmum
og snýr undan vindinum

sum lítil börn
halda að hún sé róla
og taka sér far

sumu gömlu fólki
sýnist hún vera danski fáninn
dreginn í hálfa
sökum nýfengins frelsis
frá kónginum

sumir átta sig of seint.