Palesander | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Palesander

Fyrsta ljóðlína: Ég held ég verði ekki hérna
bls.1. árg. bls. 71
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2002
Ég held ég verði ekki hérna
næst þegar þú opnar
marrandi glugga
og vantar meira smjörlíki eða
vilt bara skoða heiminn
næst þegar þú brotnar
eða þykir óhjákvæmilegt
að kasta tölu á djöflana sem elta
ég segi ekki að
vanræktir akrar
vaxi best það
er kjaftæði en
ég held ég verði
samt ekki hérna
næst og mér
þykir ástin
mjög fyrir
því.