Griðastaður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Griðastaður

Fyrsta ljóðlína:Ég kom til þín er kuldinn vanga beit
bls.1. árg. bls. 20–21
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2002
Ég kom til þín er kuldinn vanga beit,
þá kalið var hvert blóm í mínum reit
og sólin horfin, sigin bak við fjöll,
en samt komst þú til dyra björt og heit.

Þá fannst mér leggja ljós í mína sál;
sem löngu gleymdar raddir fengju mál,
sem eyðimerkurfari fyndi þar
að falli kominn vatn í kristallsskál.

Nú gægist haustið fram um fjallaskörð
og fölum hjúpi klæðir vora jörð
en frost og myrkur komast aldrei að
þar ástin björt og fögur heldur vörð.