Hugsýn erlendis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hugsýn erlendis

Fyrsta ljóðlína:Legðu þeir bein mín langt burt í urð
Höfundur:Christian Matras
bls.2. árg. bls. 114
Bragarháttur:Óregluleg hrynjandi, rím og stuðlar
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2004 (þýðing)
Legðu þeir bein mín langt burt í urð
hjá lifandi fuglum í urð
við rammheiðið haf
undir rísandi björgum
þá væri sem oftar hamur minn heima þar
sem hugur minn var
heima sem grasið í hlíðum
heima á öllum tíðum.

Legðu þeir bein mín langt burt í jörð
þar sem ókunnug grös
vaxa um afgirtan svörð
þá flygi minn andi það veit ég hvert vor
með vængléttum fuglum að björgum og skor
— farfugl á flugi hvert vor.