B gangur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

B gangur

Fyrsta ljóðlína:Við kyrrlátan voginn er langur og leirborinn tangi
Bragarháttur:Sonnetta, óstýfð, síðstuðluð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2006
Við kyrrlátan voginn er langur og leirborinn tangi
en langt upp í brekkunni reisulegt húsið í skjóli
með fallegum hurðum úr harðvið og lokuðum gangi
og heimilisfólki á margs konar daglegu róli.

Inni á ganginum glamrar í hnífum og skeiðum
og glösin og könnurnar standa á dúkuðum borðum.
Álfhildur rogast með bakka með brauði í sneiðum
og bisar um leið við að halda sér allri í skorðum.

Þarna er Guðrún sem Kristínu ráðvilltu róar,
raular við hana og dekstrar með lipurð og skjalli.
Innar á ganginum veifar svo Hannes og hóar
og hottar á Blesa og safnið er rennur af fjalli.

Stefán er hljóður og stendur þar nokkuð til hliðar
og starir á eldgamla hugsjón er minningin geymir
og telur sig vera á torgi þess himneska friðar
er trygglynda flokksbræður ákafa og hungraða dreymir.

Á herbergi þrjú situr kona við gluggann og grætur
og gáir í laumi hvort pósturinn komi upp veginn.
Hún neitaði aftur í morgun að fara á fætur
en faldi sig þrjósk upp við hurðina – öfugu megin.

Við anddyrið frammi er bjartur og skrautlegur skáli
þar Skúli og Matthildur rifja upp eldgömul kynni.
Í kompunni niðri, í kistu úr gljáandi stáli,
er kona sem nú fyrir stundu lauk göngunni sinni.