Mennirnir (hluti) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Mennirnir (hluti)

Fyrsta ljóðlína:Lengst í nafnlausum útskaga Ameríku
bls.5. árg. bls. 113
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2007 (þýðing)
Lengst í nafnlausum útskaga Ameríku
leynist Arákinn meðal streymandi vatna
umlukinn brunakulda jarðar.
Sjáið suðrið stóra og einmanalega.
Enginn reykur finnst í hæðum fjallanna
aðeins bjartar snjóbreiðurnar
og napur vindurinn sem auðnin hefur afneitað.
Ekki hlusta í grósku skógarins
eftir söngvum leirsmiðjunnar.

Allt er hjúpað þögn vinda og vatns.

En út um laufþykknið horfir stríðsmaðurinn
og frá lerkitrjánum berst óp.
Kattaraugu púmunnar blika
í snæviþöktum hæðum.

Sjáið hversu hljóðlega spjótin doka
heyrirðu hvernig þýtur í loftinu
sem örvarnar kljúfa.

Sjáðu brjóst hans og fætur
og hárið svarta sem glansar
í skini mánans.

Sjáðu reginauðn stríðsmannanna.

Hér er enginn. Söngfuglinn kliðar
eins og vatnsbuna á stjörnubjartri nótt.
Kondórinn þenur sitt svarta vænghaf.

Hér er enginn. Heyrirðu? Fótatak púmunnar
berst um loftið og laufið.

Hér er enginn. Sjáðu steinana.

Sjáðu steinana í Arákaníu.

Hér er enginn. Aðeins trén.

Aðeins steinarnir.

Aráki.


Athugagreinar

Úr: Canto general