Gylltur hani | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gylltur hani

Fyrsta ljóðlína:Ég stend hér núna
Höfundur:Olav H. Hauge
bls.5. árg. bls. 29
Bragarháttur:Tilbrigði við sonnettu
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2007
Löngu dauður og luktur eigin skel,
lifði ég sem keisarans hani: tómur,
í Miklagarði gall minn hvelli hljómur,
gulli sleginn ég rembdist og sperrti stél.

Þar til mig draumur vakti um veislunátt,
varð að ösku hamur, mig fór að dreyma:
Ég stend við dyr og húsið sefur, – heima –
mitt hjartað bernska slær í mildri sátt.

Inn um gætt ég mæni, máninn skín,
mamma og pabbi, – slitið viðargólf,
þú varst svo lengi? kemur kennd án orða.

Sorgin hrærði handan þungt sinn kólf
er hjartað sökk og hvarf mér draumsins sýn.
Ég gól á ný með gylltan keisarans borða.