SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
KvöldheimarFyrsta ljóðlína:Þín vitjar brátt feigðin, en veist ekki að þú líður
Höfundur:Pär Lagerkvist
Þýðandi:Tryggvi Þorsteinsson
Heimild:Són, tímarit um óðfræði. bls.6. árg. bls. 99–125
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2008 (1953)
Skýringar
Árið 1953 kom út ljóðabálkurinn Aftonland (Kvöldheimar) sem gagnrýnendur flestir kölluðu snilldarverk og lýstu yfir að í því næði hann sínum hæstu hæðum sem skáld. Áður hafði Lagerkvist fylgt hefðbundnum reglum skáldskapar og klassískum bragarháttum en í Aftonland
kastar hann slíku fyrir róða að mestu. Lagerkvist skiptir ljóðabálkinum í fimm kafla (eða sex þar sem fimmti kafli er í raun tvískiptur). Eins og nafn bálksins gefur til kynna er efni ljóðanna að stórum hluta hugleiðingar og vangaveltur um vegferð mannsins og tilveru MEIRA ↲
Annar vildi ég vera
en veit þó ekki hver Í mig snýr baki ókunnur maður hans enni mót bragandi stjarna her. Aldrei hans andlitsdrættir né augu mér sýnileg. Annar vildi ég vera, vera annar en ég. -8- Ég er hann sem áfram heldur, er þú nemur staðar sem stígur út í nóttina er stefnir þú til hvílu sem opnar dyrnar út í myrkrið og áfram heldur til myrkursins og stjarnanna og áfram heldur. Á óvissum stig stig sem kannski er ekki til yfirgef ég þig. -8- Þú sem kominn varst á undan fjöllunum og skýjunum á undan hafinu og vindunum. Þú sem varst til á undan öllu öðru og gleði þín og sorg eldri en stjörnurnar. Þú sem síungur gengur vetrarbrautir og myrkrið svarta á milli þeirra. Þú sem varst einmana á undan einsemdinni og með geig í hjarta áður en hjörtu mannanna birtust – gleym mér ei. En hvernig ættir þú að muna mig. Hvernig ætti hafið að muna kuðunginn sem það streymdi um eitthvert sinn. -8- Af hendingu líkt og hagablóm, líkt og felling í klæðum hins óþekkta förumanns í óvissuferð. Hver er ég? Eins og strá svigni í stormi. Þegar það réttir úr sér aftur hefur ekkert breyst, alls ekki neitt. En hver er hann, förumaðurinn? Hann sem ekki er hér af hendingu eins og ég. Mér er spurn. En hvernig ætti hann að geta skýrt það út fyrir mér? Óskiljanlegt er mér allt undir himni þéttletruðum stjörnum. -8- Hver kom hér á undan mér og risti öll þessi tákn á himininn? Ekki skil ekki letrið en kannski vill hann að ég fylgi sér. En hvert? Um geiminn get ég ei ferðast eins og hann. Ég hlýt a dvelja hér þar sem ég á vísast heima — um það getur maður þó ekki verið viss. Ég verð að dveljast undir táknunum sem hann af tilviljun risti einmitt hér. á ferð sinni um fjærstu geimsins víddir, táknum sem tæpast segja neitt um það hvort honum beri að fylgja. Maður getur aldrei verið alveg viss. Þar sem hann tjaldaði til einnar nætur mun ég búa mér og mínum hreysi og lifa þar og deyja, og líklega var það okkur búið. Og óskiljanleg tákn hans á hvelfingunni skulu blessa hreysið. Sú er von okkar: Að eirðarleysi förumannsins verði friður vor. En um það vitum við jú ekki neitt. -8- Skuggi hans lagðist yfir jörðina. Fór hann hérna framhjá í stjörnuskininu? Framhjá bústað okkar, en langt frá okkar leiðum? Skuggi hans lagðist yfir tjöld okkar og við vöknuðum um nóttina eins og af skæru ljósi. Skuggi hans er ekki hann, en bjart varð í tjaldinu. Þessa nótt gátum við ekki sofið lengur. -8- Hver gekk framhjá glugga bernsku minnar og andaði á hann. Hver gekk framhjá í hinni djúpu nótt bernskunnar, sem enn ber engar stjörnur. Með fingri sínum dró hann tákn á rúðuna, á gufumóðu rúðunnar, með grönnum fingurgómi, og gekk áfram í þungum þönkum. Og skildi mig eftir einan og yfirgefinn að eilífu. Hvernig átti ég að ráða í táknið, dregið í móðu frá andardrætti hans. Skýrt var það stutta stund, en styttri en svo, að gæti ég ráðið í það. Eilífðanna eilífð hefði aldrei hrokkið til að ráða í það. Þegar ég að morgni reis úr rekkju var gluggarúðan tandurhrein og skír og ég horfði bara á heiminn eins og hann er. Í honum var allt svo framandi og sál mín var full einsemdar og ótta bak við rúðuna. Hver gekk framhjá, framhjá í hinni djúpu nótt bernskunnar og lét mig eftir einan og yfirgefinn um eilífð. -8- Alls staðar, í öllum himninum finnur þú spor hans, allir himingeimar eru fullir af leynitáknum hans, fjöllin öll og hafdjúpin af letri hans sem einungis hann getur ráðið. Ó, voldugi herra, hví kennir þú okkur ekki að lesa bók þína. Því lætur þú ekki fingur þinn fylgja letrinu og kennir okkur að stafa og skilja eins og börn. Nei, þetta gerir þú ekki. Enginn kennari ert þú. Þú lætur það vera eins og það er, óskiljanlegt eins og það er. Og þar kemur á tímans kvöldi, að þú afmáir allt aftur og myrkvar, eins og það var áður en þú reist upp úr hugsunum þínum og gekkst á braut til að letra þær á leið þína með glóandi kolið í greip þinni? -8- Hvað henti mig þetta kvöld, haustkvöldið sem ég fór að sækja sprek fyrir mömmu? Ég man það svo vel, ekkert kvöld man ég betur. Það var þá sem ég sá stjörnurnar fyrsta sinni. Með viðarbúta í fanginu horfði ég upp til himins og sá þær þar uppi, umluktar endalausu myrkrinu. Alls staðar yfir höfði mér skinu þær í endalausri auðninni. Ég stóð alveg kyrr. Og allt hvarf mér. Allt sem til var áður og allt sem ég hafði átt. Litli þrífætti hesturinn minn, gúmmíboltinn minn, gleði mín yfir að vakna á morgnana, sólskinið, steinvölurnar og stóra glerkúlan, öll barnagullin mín. Þegar ég kom aftur inn til mömmu og lagði viðarbútana frá mér við eldstóna var áreiðanlega ekkert sérstakt á mér að sjá, ábyggilega ekki. En þegar ég fór og settist einn á pallinn fjarri öðrum var ég ekki lengur barn. -8- Gömlum augum lít ég til genginna daga. Allt er löngu liðið. Grýttur stígur, lúnir uxar sem leita heim á kvöldin, kerruhlass og gamalt hjólfar, hússins grái stafn með ljós í einum glugga. Engin meðfram ánni með þoku yfir skyggðu vatni — Hví minnist ég þessa? Kemur mér það annars eitthvað við? Ég lifði mínu lífi óralangt í burtu í öðrum heimi. Eins og í öðrum heimi. Og senn er öllu lokið og skiptir engu máli. Hvar manneskjan fæðist, hvar hún vex úr grasi, til að enda ævina bak við dauðans dyr, hvað þýðir það? Grýttur stígur, kerruhlass, gamalt hjólfar — -8- Sál mín er altekin af fátækt kvöldsins og skini gömlu luktarinnar sem borin er milli básanna þar sem kýrnar sofa þungum svefni Síðan er hún borin heim að bænum og bjarma slær á garðstíginn sem ekki er lengur til og fótatak heyrist löngu dáins manns. Allt er svo löngu um liðið. Sál mín er altekin af fátækt kvöldsins og skini gömlu luktarinnar á garðstíginn sem liggur upp að gráum bænum sem ekki er lengur til. Sál mín? Kemur þetta sál minni eitthvað við? Með engin við ána þokuslungið kvöld, og luktartíruskin — Sál mín var kjörin til að kanna fjarskann, leyndardóma, að reika undir stjörnum. Grýttur stígur, kerruhlass, gamalt hjólfar. — -8- Með greipar spenntar hlýða þau á orð, á orð of torræð og stór fyrir mannssálina, með greipar spenntar við hrörlegt borð þar sem kvöldverðurinn er borinn burt og gömul bók tekin fram í kyrrðinni, í himneskri kyrrð. Stjarna frá fjarlægu landi skín yfir torfþaki hússins, húsi hinna dauðu á síðhaustsins kvöldi. Nú gengur einhver inn þungum skrefum og leggur frá sér luktina við dyrnar og stígur inn í stjarnanna skin. Nú vantar engan. En öll eru þau dáin. -8- Þau bjuggu einnig undir stjörnu skini eftir langan strangan vinnudag. Saman hljóð þau sátu í stjörnu skini, sinnar stjörnu — ekki allra, allra. Saman . . . Við hrörlegt borð. Með stórar, þreyttar vinnuhendur. Hví sækir þetta á mig? Hvað kemur mér þetta við? Ó, sál mín, brenn þú ein í þínum dimma loga! — — -8- Gestur er ég, gestur kom ég í heiminn. Gestur enn á hausti ævi minnar. Gömlum augum lít ég til liðinna daga. Hvaðan komum við? Hvað er sál vor? Þoka yfir skyggðu vatni, luktartíruskin, stjörnublik? Hendinni bregð ég yfir mín gömlu augu, sem eitt sinn voru augu barns — . . . hús hinna dauðu á síðhaustsins kvöldi. Nú kemur einhver inn með þungum skrefum og leggur frá sér luktina við dyrnar og stígur inn í stjörnunnar skin. Nú vatar engan . . . Hví sækir þetta á mig? -8- Inn þú mér, eilífa stjarna, hví ákaft þú starir á mig Sem óvinur illur úr fjarska, þú einatt njósnar um mig. Augu þín á mig stara einblína djúpt mér í sál. Þú, spjótsoddur eilífðarinnar, ég óttast þitt kalda stál. Líf mitt er hverfult og hratt það hverfur í tímans fljót. Hví skal á hol mig stinga þitt hvassa logandi spjót? -8- Fæst hefur nokkra merkingu. En svo birtist eitthvað óskiljanlegt sem leitar upp sem logandi ský á himni og leggur allt í auðn. Þá breytist allt og þú breytist sjálfur og það sem fyrr var þér verðmætast alls er þér nú einskis virði. Og þú gengur brott gegnum rjúkandi ösku og ert sjálfur aska. Fæst hefur nokkra merkingu. -8- Líkt og skýið, líkt og fiðrildið, líkt andað sé létt á spegil — Af tilviljun, breytilegt, afmáð á örskotsstundu. Ó, herra allra himna, allra heima og allra örlaga, hvað hyggstu fyrir með mig? -8- Ókunnan mann, sem ég þekki ekki, á ég að vini, ókunnugur hér og langt langt í burtu. Af hans sökum er hjarta mitt í nauðum statt. Af því að hann er ekki hjá mér. Af því að hann er ef til vill ekki til? Hver ert þú sem fyllir hjarta mitt fjarveru þinni? Sem fyllir allan heiminn fjarveru þinni? -8- Hvað ristir dýpra en söknuður. Hvað fyllir hjartað sem tómið. Hvað fyllir sálina sem þráin eftir því sem ekki er til, sem hún veit að ekki er til. Aðrir finna hjá þér frið. Aðrir brenna í eldi þínum, hvíla í logandi örmum þínum. En hvers virði er hamingja þeirra hjá tómi mínu, þeirra brennandi samruni við þig hjá einsemd minni. -8- Guðinn sem ekki er til, það er hann sem kveikir mér eld í sál. Sem sál minni breytir í eyðimörk, í rjúkandi jörð, sviðna jörð rjúkandi eftir eld. Því að hann er ekki til. Það er hann sem færir sál minni frelsi er hann mergsýgur hana og brennir. Guðinn sem ekki er til. Hinn ógnvekjandi guð. -8- Það er ekki guð sem elskar okkur, það erum við sem elskum hann. Sem leitum hans af þrá eftir einhverju öðru, einhverju æðra okkur sjálfum eins og ástinni er tamt. Og þráin verður því heitari sem við bíðum lengur eftir svari, örvænting okkar dýpri, því betur sem okkur skilst að við erum yfirgefin. Að enginn elskar okkur. Hvað er eins djúpt og söknuður, eða ást sem enga fær á móti. -8- Ef þú trúir á guð, og enginn guð er til, þá er trú þín enn meira undur. Þá er hún í sannleika sagt óskiljanlega stórfengleg. Hvers vegna liggur mannvera niðri í myrkrinu og hrópar á eitthvað sem er ekki til? Hvers vegna er því svo farið? Enginn heyrir til hans sem hrópar í myrkrinu. En hvers vegna er hrópað? -8- Kastað er spjóti sem kemur aldrei til baka. Glóandi mun það gegnum myrkrið smjúga í sínum heilaga boga. Í eitt skipti fyrir öll hefur því verið varpað með sinn logandi odd og hjörtu hinna óbornu bíða þess að verða stungin í gegn af því. Í eitt skipti fyrir öll hefur spjótinu verið varpað. -8- Hver á höndina sem spjótinu varpaði, hver er spjótkastarinn? Einhver hlýtur að hafa kastað því og af kraftinum má ætla að öflug hönd hafi verið að verki. Hver varpaði spjótsoddi anda síns gegnum myrkrið, hver er spjótkastarinn? Það er ég, hinn gegnumstungni, sem spyr. -8- Líttu um öxl og reyndu að finna hann. Líttu um öxl, þú sem ekki fékkst spjótið í brjóstið, þú sem á flótta varst gegnumstunginn af því, á flótta undan honum. Af hverju talar þú um spjótkastara? Þú trúðir alls ekki á tilveru spjótsins fyrr en það hitti þig, þú greindir ei heldur í myrkrinu heilagan boga þess. Þú trúðir ekki því sem þú flýðir frá og spjótsoddurinn laust hjarta þitt að óvörum sem elding. Spjótkastarann þekkir enginn. En eld hans þekkir þú. Af hverju er það þér ekki nóg?. Af hverju horfir þú út í bláinn er spjótsoddur hans brennur í hjarta þér? -8- Opna mér hús þitt Opna mér allar dyr og gáttir sem kem eins og stormsveipur. Þegar ég kem í hús þitt mun þér fljótlega ofaukið verða, þú skalt búa í eyðimörkinni sem úrhrak. Ég skal hrekja þig í eyðimörkina, þú skalt liggja nakinn í eyðimörkinni undir stjörnunum. En í húsinu sem þú áttir ætla ég að búa, það verður uppfyllt af mér. -8- Aðeins hið glóandi verður að ösku. Askan er heilög. Þú hreyfðir við mér og ég varð að ösku. Verund mín og sjálf mitt varð að ösku sem þú neyttir. Þannig kemst elskhuginn og hinn trúaði að orði. Þú hreyfðir við mér. Ég er heilagur. Ekki ég, en askan mín er heilög. -8- Lát skugga minn hverfa í þinn. Lát mig týna sjálfum mér undir stóru trjánum. Þeim sem sjálf týna krónum sínum í kvöldhúminu, fela sig himninum og nóttinni. -8- Leið mig með þinni ókunnu hendi og slepptu mér ekki. Leið mig á morgunljósar brýr yfir svimandi djúpin þar sem þú heldur myrkrinu föngnu. En enginn heldur myrkrinu föngnu til lengdar. Brátt kemur kvöld á brúm þínum og nótt. Og ef til vill verð ég fjarskalega einmana. -8- Að eirðaleysi hjartans megi aldrei víkja Að ég fái aldrei frið. Að ég megi aldrei sætta mig við lífið, ekki heldur við dauðann. Að vegur minn verði óendanlegur, og tamarkið óþekkt. |