Sonnetta um haust | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sonnetta um haust

Fyrsta ljóðlína:Um sumarkvöld ég sit við kræklótt tré
bls.6. árg. bls. 84
Bragarháttur:Tilbrigði við sonnettu
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2008
Nú sefur allt í svölum næturskugga,
minn sálareldur veikur logi á skari.
Ég vonlaus út í vetrarmyrkrið stari.
Válynda nótt, hví byrgir þú minn glugga?

Og haustið breiðir hendur yfir jörðu
og heimtar feigan allan sumarblóma
og kyrrlátt rökkrið drepur allt í dróma
sem dagsins birta og sólin áður vörðu.

Mín sál er lauf sem leitar fölt til jarðar
og lætur aðeins vinda ráða för
en ekki skip sem líður létt úr vör
og lyftir segli er rísa öldugarðar.

Dimmhærða nótt, ó, deyf þú mína kvöl,
ó, dvel þú hjá mér, kyrrlát, þýð og svöl.