Við kræklótt tré | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Við kræklótt tré

Fyrsta ljóðlína:Um sumarkvöld ég sit við kræklótt tré
bls.6. árg. bls. 83
Bragarháttur:Tilbrigði við sonnettu
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2008
Um sumarkvöld ég sit við kræklótt tré
og sólfarsvindar strjúka rjóða vanga.
Mig undar sífellt óræð lífsins ganga
og allt það sem hún lætur manni í té.

Ég þreyttur stari á gisnar gróðurvinjar
og gleymdar myndir birtast ein og ein.
Í minni sálu er engin hugsun hrein
og hjartakenndir tærar aðeins minjar.

Því allt var selt á lostans torgi og táls
og taumlaus girndin drekkir þínu sjálfi.
Í senn þú líkist kjölturakka og kálfi

sem kvoðan sökkvir langt upp fyrir háls.
Þér bjargar engin andakt, von né trú
því allir breyttu á sama hátt og þú.