SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Við kræklótt tréFyrsta ljóðlína:Um sumarkvöld ég sit við kræklótt tré
Höfundur:Valdimar Tómasson
Heimild:Són, tímarit um óðfræði. bls.6. árg. bls. 83
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2008
Um sumarkvöld ég sit við kræklótt tré
og sólfarsvindar strjúka rjóða vanga. Mig undar sífellt óræð lífsins ganga og allt það sem hún lætur manni í té. Ég þreyttur stari á gisnar gróðurvinjar og gleymdar myndir birtast ein og ein. Í minni sálu er engin hugsun hrein og hjartakenndir tærar aðeins minjar. Því allt var selt á lostans torgi og táls og taumlaus girndin drekkir þínu sjálfi. Í senn þú líkist kjölturakka og kálfi sem kvoðan sökkvir langt upp fyrir háls. Þér bjargar engin andakt, von né trú því allir breyttu á sama hátt og þú. |