Heima | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heima

Fyrsta ljóðlína:Húmið á landið aðeins tánum tyllir
bls.6. árg. bls. 76
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) ABBA
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1949

Skýringar

Ljóðið er frumbirt í Són, 59 árum eftir að það var ort.
Húmið á landið aðeins tánum tyllir,
titrar á öldum glit frá mánaskini.
Er sem mér berist boð frá horfnum vini,
blíðróma minning hjartað löngun fyllir.

Skrjáfar í laufi léttur goluþytur,
lyngmóinn hlustar eftir kunnum rómi,
ilmurinn berst frá litlu lautarblómi,
lækur í nálægð milda söngva flytur.

Hljóðláta nótt, frá helgilindum þínum
heilnæman kraft ég finn um brjóst mitt streyma.
Langt er nú síðan hjá þér átti ég heima.
Hér sleit ég fyrstu æskuskónum mínum.