Tvær ljóðmyndir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tvær ljóðmyndir

Fyrsta ljóðlína:Í grænum kuflum
bls.6. árg. bls. 22–23
Bragarháttur:Óregluleg hrynjandi, rím og stuðlar
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2008

Skýringar

Ath. ljóðið birtist í SÓN prentað ofan á litmynd af túnfíflum í blóma (fyrri hluti) og vetrarríki (síðari hluti). Ber að líta á myndirnar sem hluta ljóðsins. Myndirnar eru því miður ekki í varðveittri PDF-útgáfu tímaritsins sem birt er hér á vefnum en vonandi stendur það til bóta.
Í grænum kuflum
með kórónu úr gulli
standa þeir stoltir

stönglarnir þrútnir
af mjólk

hneigja sig létt
með kurteisissvip
eins og kóngafólk.

-8-

Lyftist drungi
af lífsins önn

í fjalladýrð
er fegurð sönn

sameinsast
í sól
og frosti
og fönn.