Sumar við Skjálfanda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sumar við Skjálfanda

Fyrsta ljóðlína:Sængin er hvít eins og umhverfið úti
bls.7. árg. bls. 161
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) ABAB
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009
Í skýjunum myndaðist fallegur, faxprúður hestur
fæturna taldi ég snöggvast og þeir voru átta.
Í Bjargakrók veit ég að hrafninn minn svarti er sestur.
Sól skín í norðri, bráðum er mál að hátta.

Í Heljunni sýnist þó dvergmurtan viljug að vaka,
vasklega smágerða kóðið í skorpunni stekkur.
Hásumardagurinn alls engan enda mun taka
því upprisa sólar byrjar þegar hún sekkur.

Þögnin hún varir svo örlítið augnablik, þá
upphefjast kórar í lómanna söngleikjahöll.
Ég ætla að vaka hér úti í nótt til að sjá
Óðin hleypa á skýi yfir Kinnarfjöll.