Hvort | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hvort

Fyrsta ljóðlína:Hvort mun þeim sem loksins lúinn
Höfundur:Heine, Heinrich
bls.7. árg. bls. 64
Bragarháttur:Langhenda án forliðar
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1955 (þýðing)

Skýringar

Ath. fyrstu vísuna þýddi Ólafur Halldórsson en ekki er unnt að skrifa fleiri en tvo fyrir kvæði á Braga – óðfræðivef. Sjá nánar umfjöllun Ólafs í 7. árgangi Sónar (2009), bls. 64.
Hvort mun þeim sem loksins lúinn
lýkur göngu fótasár
hvíld í sedrushlíðum búin,
hvíld á bökkum Jökulsár?

Mundi þar sem ljós að landi
lyftist alda og gnýr við strönd,
eða í gröf í gulum sandi
grafa lík mitt ókunn hönd?

Sama er mér, því guðs hin góða
grund mun álík þar og hér
og um næturhvolfið hljóða
hvirfing stjarna yfir mér.


Athugagreinar

Frumtexti Heines:
Wo?
Wo wird einst des wandermüden
letzte Ruhestätte sein?
Unter Palmen in dem Süden?
Unter Linden an dem Rhein?
Werd’ ich wo in einer Wüste
eingeschart von fremder Hand?
Oder ruh’ ich an der Küste
eines Meeres in dem Sand?
Immerhin! Mich wird umgeben
Gotteshimmel, dort wie hier,
und als Totenlampen schweben
nachts de Sterne über mir.