Gallagripir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gallagripir

Fyrsta ljóðlína:Við sem höfum haldið okkur til hlés ...
bls.8. árg. bls. 135
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Við sem höfum haldið okkur til hlés í búðinni, annað hvort verið skilað eða ekki þótt hafa nægan þokka, getum glaðst núna. Tími háfættu fyrirsætunnar og súkkulaðidrengsins sem var alltaf að bjarga heiminum er liðinn. Nú elskum við öll þennan litla mjóa dökkhærða með skökku tennurnar sem sagði alltaf að þetta mundi fara svona. Nú er kominn tími til að elska galla sína og njóta þess að berjast fyrir lífinu.