Í Kringlunni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í Kringlunni

Fyrsta ljóðlína:Hvar skyldi það búa
bls.8. árg. bls. 134
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Hvar skyldi það búa
allt þetta fólk
sem stöðugt fyllir
marmaraganginn,
líður upp og niður
rúllustigann.

Hvar skyldi það eiga
sér líf af holdi og blóði,
eins margt af því
og ég hef sterklega
grunað um
að vera gínur.