Stundir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stundir

Fyrsta ljóðlína:Hinum megin við götuna
bls.8. árg. bls. 133
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Hinum megin við götuna
stendur Land Róver
líklega 63-árgerð og jafnaldri
eiganda síns.

Sé þá út um gluggann
þaðan sem ég sit og raða
ljóðlínum, pilla í orðalag
hnika til kommum.

Granninn labbar hringinn
í kringum jeppann
skrúfar lítið eitt, smyr hjarir
skiptir um peru.

Eflaust erum við báðir
með hugann við sveitina
fjallið, lækinn og heysátuna
tveir þöglir menn
með lausa stund.