Tímamót | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tímamót

Fyrsta ljóðlína:Manstu gamlárskvöldin
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Manstu gamlárskvöldin
þegar rúður nötruðu og sál
hússins brann undan
klasasprengjum góðærisins

Fyrir köttinn og mig
var janúar tími áfallastreitu
og brostinna vona

En nú lýsa kossar þínir
upp himininn og ég veit ekki
annað en nýársdagur
færi börnunum ævintýri
undan snjónum

Óendanlega þakklátur
að hafa aldrei látið glepjast
af öðru en ástinni